Við fjölskyldan röltum niður að fallegri tjörn sem er hérna við Víðistaðatún í Hafnarfirði og fórum á hornsílaveiðar
Afraksturinn var um 20 hornsíli, 2 sniglar og smá gróður sem ég ákvað að skella í nano búr sem ég er með. Búrið er 30x15x15cm og um 5-6L.
Hornsílin þola víst ekki svo heitt vatn en ég skellti búrinu út í glugga og sé hvernig það fer.
hitastigið hjá þeim hefur haldist í 18° í kvöld en sjáum hvað gerist á morgun, glugginn snýr í suður og ætti að hitna aðeins hjá þeim.
Hitamælir fyrir utan næsta glugga fór upp í 33° kl.19 í kvöld þannig ég þarf liklegast að finna betri stað fyrir búrið ef þetta á að takast.
þetta getur nú lifað ótrúlega lengi í stofuhita veiddum oft svona krakkarnir í sveitinni fórum alltaf með sigtin úr eldhúsinu (allveg gasalega vinsælt) gáfum alltaf orma og hitt og þetta alltaf gaman að veiða hornsíli
audun wrote:hvernig veiddiru þau og geturu gefið mér betri staðsetningu á tjörninni
ekkert mál, hérna er kort:
ég á heima þarna í rauða punktinum, tjörnin er blá og ég merkti við með rauðu hvar okkur fannst best að ná þeim.
Við notuðum bara þokkalega stóra fiskaháfa og klakabox til að veiða þau
Sundhöll Hafnarfjarðar er hvíta byggingin neðst í vinstra horninu ef það hjálpar við staðsetningu.
dauðsföllin voru eitthvað að blekkja mig.. það reyndust ekki vera svo mörg dauð og hellingur enn á lífi. Ég minnkaði gróðurinn og gerði góð vatnsskipti hjá þeim í von um að halda restinni á lífi.