HornsílaNanoBúr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

HornsílaNanoBúr

Post by Andri Pogo »

Við fjölskyldan röltum niður að fallegri tjörn sem er hérna við Víðistaðatún í Hafnarfirði og fórum á hornsílaveiðar :)

Afraksturinn var um 20 hornsíli, 2 sniglar og smá gróður sem ég ákvað að skella í nano búr sem ég er með. Búrið er 30x15x15cm og um 5-6L.
Hornsílin þola víst ekki svo heitt vatn en ég skellti búrinu út í glugga og sé hvernig það fer.

Image

Image

snigill að reyna að sleppa:
Image

Image

Image

Inga náði að veiða eitt fullvaxið:
Image
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er skemmtilegt.
Passið bara að sólin skíni ekki á búrið.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

glæsilegt..!

ég hef aldrei séð hvernig hornsíli líta út.. bara séð þau í vötnum. gaman að sjá þetta.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

djö*ull var þetta gaman!! :D mæli með þessu hehe

og meistarinn ég náði auðvitað stærsta og flottasta sílinu :wink: hehe
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Gaman að hafa eitthvað sem maður hefur veitt sjálfur og ég tala nú ekki um ef börnin geta verið með í því.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hitastigið hjá þeim hefur haldist í 18° í kvöld en sjáum hvað gerist á morgun, glugginn snýr í suður og ætti að hitna aðeins hjá þeim.
Hitamælir fyrir utan næsta glugga fór upp í 33° kl.19 í kvöld þannig ég þarf liklegast að finna betri stað fyrir búrið ef þetta á að takast.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

Post by pasi »

þetta getur nú lifað ótrúlega lengi í stofuhita :) veiddum oft svona krakkarnir í sveitinni :D fórum alltaf með sigtin úr eldhúsinu (allveg gasalega vinsælt) gáfum alltaf orma og hitt og þetta :D alltaf gaman að veiða hornsíli :D
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

uss þau eru flest dauð en nokkur eftir á lífi.. ætli búrið sé ekki bara alltof lítið og vatnsgæðin hafi versnað hratt þegar þau byrjuðu að drepast :?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Lítið búr, margir fiskar og aðstæður ansi langt frá kjöraðstæðum.. :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jebb en þetta var stuð hehe :-)
-Andri
695-4495

Image
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

hvernig veiddiru þau og geturu gefið mér betri staðsetningu á tjörninni
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

audun wrote:hvernig veiddiru þau og geturu gefið mér betri staðsetningu á tjörninni
ekkert mál, hérna er kort:
Image

ég á heima þarna í rauða punktinum, tjörnin er blá og ég merkti við með rauðu hvar okkur fannst best að ná þeim.
Við notuðum bara þokkalega stóra fiskaháfa og klakabox til að veiða þau :)
Sundhöll Hafnarfjarðar er hvíta byggingin neðst í vinstra horninu ef það hjálpar við staðsetningu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

dauðsföllin voru eitthvað að blekkja mig.. það reyndust ekki vera svo mörg dauð og hellingur enn á lífi. Ég minnkaði gróðurinn og gerði góð vatnsskipti hjá þeim í von um að halda restinni á lífi.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply