110 lítra búrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

110 lítra búrið mitt

Post by Höddi »

Ég hef verið með þetta búr í gangi í svoldið langan tíma og prófað eitt og annað í því, en aldrei verið neitt sérstaklega ánægður með það. Svo nú tók ég það alveg í gegn og skipti yfir í eitthvað allt annað.
Mig langaði í fullt af gróðri í þessu búri þar sem það virðist vera vonlaust fyrir mig að hafa gróður í 400 lítra búrinu.
Þá datt mér í hug að skella 16 Neontetrum með og svo eru 2 gibbar eða pleggar (veit ekki hvort er) sem hafa verið í búrinu frá upphafi.

Image

Þarna búa þessir á sitthvori hæðinni.
Image

Image

Ef þið hafið góða hugmynd um einhverja skemmtilega viðbót í búrið, þá endilega láta heyra í sér.
ZX-6RR
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Gúramar eru stórlega vanmetnir, ég myndi setja 2 og svo kannski tetrur sem eru öðruvísi í laginu en neon.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Gúramar eins og ásta segir og gullbarba og Svart tetrur.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Nú er ég ekki nógu fróður um þessa Gúrama, getur einhver bent mér á mynd af svona eintaki? Ég á í einhverju basli með að finna það.
ZX-6RR
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

http://hem.passagen.se/kent.andersson/blagurami.htm

Hér t.d. ein sort, það eru til fleiri litir.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þetta er sýnist mér marmaragibbi sem þú ert með. getur bætt við svart neon, hvíta afbrigðið, voða flottar. eða Rummy nose tetra. black molly, hressir fiskar. og gurami, blár gurami eða perlu gurami, eru mjög flottir fiskar. og corydoras eða aðra aktíva botnfiska.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þetta eru Common Pleco L-21 eða L-23... :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hver djöö.. ég get svo svarið það mer sýndist þetta vera gibbi, svona er það að líta of hratt yfir myndirnar.. mæ misteik
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

hmmm.... :? Nú er eitthvað að gerast í búrinu, Þegar ég kom heim í dag þá fann ég bara 4 neontetrur.
Svo fór ég að skoða búrið betur og þá fann ég 3 dauðar fljótandi á yfirborðinu, en mig vantar ennþá 9 stk. :roll:
Ég giska að þær hafi legið dauðar á botninum og pleggarnir étið þær, en af hverju drepast allt í einu 12 stk?
Vatnsgæðin eru í fínu lagi og ég hef ekki verið að gefa of mikið.
Er einhver möguleiki að pleggarnir séu að ná þeim á lífi?

Ég læt fylgja með nokkrar myndir

Image Image

Ef þið skoðið þessa mynd vel þá hangir hinn fyrir ofan.
Image
ZX-6RR
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hvaða marmara kjaftæði er þetta í fólki, gibbi er bara gibbi, þessir flekkir sem fólk er að rugla með um að vera marmara rugl koma og fara

En þetta er bara comon pleco

Hvernig er dælan uppsett hjá þér ? (Svampar, keramik hringir/bio boltar o.s.f)

Hvaða gráa rör er þetta í vinstrahorninu ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég er svo nærsýn, var ekki með gleraugum á mér þegar ég leit fyrst á myndina :lol:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Þetta er bara venjulega Juwel dælan með svömpum.
En gráa rörið er fyrir vatnaskipti, þetta rör er í U og svo er krani á hinum endanum,
þannig ég sting bara slöngunni uppá með plöggi og skrúfa frá og þá lekur úr því, og svo aftur í.
Ég hef alltaf ætlað að fela það með gróðri en gleymdi því þegar ég setti það upp um daginn.
ZX-6RR
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Úr hvaða efni er rörið?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég held alveg örugglega að það sé PVC.
Ég hef verið með þetta í marga mánuði í búrinu,
og er með alveg eins kerfi í 400L búrinu.
ZX-6RR
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já okei svona eins og ég er með :), sé ekki neina rist fyrir rörinu sem hindrar fiskana til þess að komast inn í rörið, er eitthvað til í því ?

Ásta: Þetta er PVC og virkar svona

Spurning um að setja Bakteríu hýsingu í filterinn, Keramik hringi eða Bio bolta
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Það er reyndar rétt, það hafa alltaf verið stærri fiskar í búrinu svo það hefur ekki verið vandamál. Ég þarf hugsanlega að lagfæra það.
Mér fannst bara skrítið hvernig það tínast 12stk yfir nótt.
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ætli það sé ekki kominn tími á update hér. :P

Ég breytti búrinu enn einu sinni, og það virðist vera gott jafnvægi í því núna, og þá er hægt að taka myndir og sýna það.

Pleggarnir fóru yfir í 400 lítrana, tók steinana úr því og bætti í gróðri sem ég veit ekki hvað heitir.

Svo núna eru tveir bláir gúramar, 4 SAE, 5 gúbbý (3kvk 2kk) og 5 Ancistur.

Heildarmynd
Image

Gúramarnir eru frekar feimnir og halda sig mikið til aftarlega í gróðrinum
Image Image

Svo eru það gúbbý karlarnir.
Image Image

Ég þarf nú að fara að grisja gróðurinn, þetta vex í allar áttir.
ZX-6RR
Post Reply