Ljósmyndakeppni - júlí

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply

Besta myndin ?

Poll ended at 30 Jul 2008, 20:50

Mynd 1
5
9%
Mynd 2
2
4%
Mynd 3
9
16%
Mynd 4
4
7%
Mynd 5
4
7%
Mynd 6
3
5%
Mynd 7
15
27%
Mynd 8
14
25%
 
Total votes: 56

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Ljósmyndakeppni - júlí

Post by Vargur »

Nú er að kjósa bestu mynd júlí mánaðar.

Kosning verður opin til mánaðamóta.
Allar umræður um einstaka myndir afþakkaðar.
Fólk er hvatt til að skoða myndirnar vel áður en það kýs.

Mynd 1 Image

Mynd 2 Image

Mynd 3 Image

Mynd 4 Image

Mynd 5 Image

Mynd 6 Image

Mynd 7 Image

Mynd 8 Image
Last edited by Vargur on 19 Jul 2008, 14:55, edited 1 time in total.
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Vá þetta er vonlaust ég get ekki valið hver er best :shock: Rosalega flott hjá ykkur öllum !!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er líka alveg í vandræðum!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það er búið að laga myndavélina mína svo að það má búast með mynd frá mér í Ágúst.

Rosa erfitt val. :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
maggirokk
Posts: 9
Joined: 26 Dec 2007, 20:54
Location: Tálknaf.

Post by maggirokk »

Vá!!! geggjaðar myndir :o
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Maður fer í gegn.... hey þessi er flott, já en þessi er líka flott, bíddu þessi er líka klikkuð!!!..... Hrikalega erfitt að velja en ég náði að kjósa!
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Eru allir búnir að kjósa?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Frábært hvað mynd 3 er að hala inn núna í seinni hlutanum. 50% aukning á stuttum tíma, þetta er eins og smölun!
Kannski ég kommenti meira á þetta þegar kosningu/smölun er lokið.
Last edited by Rodor on 25 Jul 2008, 08:29, edited 1 time in total.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Rodor wrote:Frábært hvað mynd 3 er að hala inn núna í seinni hlutanum. 50% aukning á stuttum tíma, þetta er eins og smölun!
Kannski ég kommenti meira á þetta þegar kosningu/smölun er lokið.
Hvað ertu að meina ?
Finnst þér frábært að myndin hafi fengið 3 atkvæði í seinni hluta kosningar eða er þetta kaldhæðni?
Hvað áttu við með smölun?

Ég á ekki þessa mynd en er mjög forvitinn um ástæður innleggsins hjá þér :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Kaldhæðni er rétta orðið 8)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

takk fyrir mig þeir sem kusu mynd nr.7 :)
mér finnst mynd 8 frábær og þetta var mjög spennandi.

En nú heimta ég nánari útskýringar á smölunarhugmyndum Rodors vegna myndar nr.3 sem hún Inga tók en hún fékk 3 atkvæði á seinni hluta kosningu sem hann sér greinilega eitthvað athugavert við :?:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Andri Pogo wrote:takk fyrir mig þeir sem kusu mynd nr.7 :)
mér finnst mynd 8 frábær og þetta var mjög spennandi.

En nú heimta ég nánari útskýringar á smölunarhugmyndum Rodors vegna myndar nr.3 sem hún Inga tók en hún fékk 3 atkvæði á seinni hluta kosningu sem hann sér greinilega eitthvað athugavert við :?:
50% aukning á stuttum tíma, það er eins og smölun í mínum huga. Mynd Ingu, sem ég er ekkert að setja út á, heldur það myndin hafði fengið 6 atkvæði og svo þegar ca. 50 manns eru búnir að kjósa þá bætir hún við sig 3 atkvæðum. Auðvitað getur þetta verið alveg eðlilegt, en mér finnst þetta mjög óvenjulegt. Athugaðu að ég segi, eins og, ég er ekki að fullyrða að um smölun sé að ræða. Og mér hefði aldrei dottið í hug að það væri eigandi þessarar myndar sem væri að smala heldur einhverjir sem vildu hífa hana upp.
Ég hefði ekki verið hissa á að vinningsmyndin þín hefði bætt við sig þessum atkvæðum þarna undir lokin.
Ég hafði enga hugmynd um að Inga ætti þessa snotru mynd, enda er það ekki aðalmálið, en ég er allavega feginn að það skuli vera fullorðin manneskja, því þessi athugasemd mín hefði kannski geta krumpað einhverja barnssálina.
Góða helgi og skemmtið ykkur varlega :wink:
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

takk fyrir atkvæðin 9 þeir sem kusu mynd numer 3 :)
ég var ákveðin í að vera með í þessari ljósmyndakeppni og reyndi að vanda mig eins og ég gat :P

en vildi segja það við rodor að hver manneskja getur auðvitað bara valið einu sinni :) og ég valdi ekki mína..og veit ekki um neinn sem kaus hana..
margir bíða með að kjósa fram á seinustu stundu..
leiðinlegt að fá svona comment um "smölun" þó að það hafi ekki verið illa meint..

en já góða helgi sömuleiðis rodor :)
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég er alveg sannfærð um að orsakirnar af mikilli aukningu atkvæða þessarar ákveðnu myndar í síðari hluta kosningar sé af djúpstæðum sálrænum- og félagslegum toga. Þessi mynd fellur greinilega þeim sérstaklega vel í geð sem gera hlutina á síðustu stundu. þetta er sama fólkið og borgar reikningana sína þegar þeir eru komnir yfir eindaga og og fær áætlun frá skattinum ár eftir ár. (er ekki alveg í lagi hjá sumum?)

Ég verð samt að viðurkenna að ég var orðin hrikalega leið á því að hafa þau skötuhjúin alltaf berjandi á svefnherbergisgluggann hjá mér, öll kvöld og allar nætur, sérstaklega þar sem ég bý á annarri hæð, biðjandi mig að kjósa Ingu!
:panna:
Post Reply