Halló
Ég er ný búinn að skipta um möl í búrinu hjá mér fékk mér grófa hvíta möl (eins og er í innkeyrslum sumstaðar) skolaði mölina eins og enginn væri morgundagurinn og leyfði henni að liggja í klór í 3tíma og skolaði svo aftur stíft á eftir. Það var allt í góðu svo bara allt í einu er liturinn á vatninu hjá mér orðinn grænn svona eins og maður sér í tjörnum. Maður sér bara rétt inní búrið í gær skipti ég um 60% af vatninu og þá var það í lagi svo var ég að koma heim úr vinnu núna og það er verra ef eitthvað er??
Einhver ráð hvað þetta er eða hvað ég get gert?
Litur á vatni
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þetta er líklega þörungur. Borgar sig að hafa myrkur í búrinu í nokkra daga og skipta svo um vatn og þá ætti þetta að skána.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net