þetta er allt annað, mjög flott.
Ég myndi fara varlega í stórt skraut, steina eða rætur því hann getur meitt sig á því Pangasiusinn. Það var einmitt ástæðan fyrir að ég fjarlægði steina sem ég var með og breytti um rætur.
Sérstaklega þegar hann er þetta stór í hlutfallslega litlu búri, ef honum bregður þá getur hann rekist utan í og rispað sig illa, jafnvel fengið sýkingu og drepist í kjölfarið.
En ef þú ætlar að skreyta passaðu að það sé ekki beitt.
Ég held það gæti verið flott að vera með rætur meðfram endunum á búrinu en þá ertu afturámóti að taka sundpláss frá þeim flotta.
Edit: sýndist fyrst þegar ég sá myndina að það væri bara einn pangasius í búrinu en sá svo annan þegar ég skoðaði betur?
Ertu enn með alla þrjá? Ég var svo ánægður að sjá að þú hafðir fækkað niður í einn
