***Búrin mín - BRYNJA ***

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

800-1000gr af kötlusalti. 500gr í kvöld og 500gr á morgun.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Takk takk Keli...
ég er núna að skipta Kötlu saltinu í 2 skammta...

Vonandi reddar þetta greyjunum. :)
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ein spurning..
Hvernig fer saltið með risa Valisneruna? :?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ætti að vera í lagi - sjáðu hvort 5-700gr dugi ekki bara til að fiskarnir nái sér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

ok.. það eru komin 500gr í búrið..
og met það á morgun hvort hressleikinn hefur ekki aukist.

Takk Keli
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki bara verið að pína þá eitthvað í búrinu ?
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

jú.. ég sat yfir búinu núna í kvöld og fylgdist með.. það er verið að bögga Red-inn.. en ekki að ég sjá að það sé verið að bögga súkkulaðið.. Enda lítur hún mikið betur út en Red.

Spurning hvor ég fari að losa mig við Convikt-terrosistana úr 125L og setji Red-inn í það.. Vil svo alls ekki missa hann.

Vill einhver hrygnadi Convikt par?

Þessi tvö:
Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ákvað að gera smá breitingu...

Tók Convict-parið úr 125L og setti i 400L
Tók súkkulaðisíkliðurnar og Brassana úr 400L og setti í 125L,

ég ætla að reyna að setja fleiri rólegar síkliður í 125 á næstu dögum, svona þær síkliður sem mér finnst vera undir í 400L.
þá geta þær kannski stækkað og dafnað betur í rólegheitum og frið.

Brassarnir hafa verið svolítið undir og hafa þeir ekki stækka vel.. svo að ég held að þetta sé mjög skynsamlegt hjá mér.


Ég á annars fullt af Convict ef einhvern langar í, í báðum litum.
1 hvítan KK
1 röndóttan KK
2 röndóttar KVK
1 hvíta KVK
2 röndótt seiði. (ca. 15mm)
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Red-inn slappi fékk flugferð yfir stofuna í 125L.. og er að ná sér.. hann var orðinn það slappur að hann var búinn að sogast í ristarnar á dælunni.

Annars ef allt gott að frétta héðan.. það er eiginlega svolítið spennandi að sjá alla þessa Convicta saman í 400L.. endalausar sýningar og stælar á milli þeirra... bara gaman að horfa á.

Þannig að eins og er þá tými ég eiginlega ekki að láta þá frá mér.

Eina sem mig langar að gera núna er að fá mér vinnukonur í 125L.. er að vona að Pípó eigi einhverjar í ágætis stærð handa mér.
Væri alveg til í bland í poka fyrir 1000kr frá honum.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Smá update frá okkur...

-Red Terrorinn sem var á mörkum lífs og dauða, er orðinn eins og áður, fullfrískur, hann var orðinn ofsalega tættur og lufsulegur greyjið.
Svo að það marg borgaði sig fyrir mig að gera þessa breitingu. Að henda Convictunum í 400L og taka úr því í staðinn 5 fiska og setja í 125L þar sem Convictarnir voru.


-Í dag fór ég í bíltúr með minna krakkastýrið mitt og skódinn rataði í Dýragarðinn til Kidda og ætlaði ég mér bara að skoða og kjafta.. en endaði með því að freistasta í að kaupa eitt stikki Marmara Gibba.. veit nú ekki hvort hann er eitthvað frábrugðinn þeim sem ég á en það kemur í ljós. Sá litli fékk að fara í þörungasúpuna í 125L og ég held að hann eigi eftir að dafna vel þar.. það er ofsalega mikill þörungur í þessu búri en enginn í 400L (fyrir utan svarta þörunginn sem skiptir mig engu máli) ég pósta inn myndum fljótlega. Hef ekki náð neinni góðri í dag.

Smá upptalning í lokin:

125L
1 Bótía
2 Súkkulaði (Temporalis)
2 Brassar (Geophagus brasiliensis)
1 Red Terror
1 Marmara Gibbi


400L
7 Convict
4 Regnbogasíkliður (Herotilapia multispinosa)
4 Óskarar
1 Jack Dempsey
1 Red Terror
1 Salvini
4 Nigaraguense
3 Severum
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Smá fréttir..

Ég er nýbúin að færa Red terrorinn sem var á mörkum lífs og dauða aftur í 400L en þá náði hann að festa sig í holu undir einni rótinni og drepast.. djö er ég svekkt.
þetta eru svo geggjaðir fiskar. Komir með svo brjálaða liti.
stundum eru þeir svartir gulir röndóttir með bláa ugga og sporð, stundum eru þeir brúnir.. stundum eru þeir bláir og fara út í sægrænt.. fæ mér við tækifæri annan og þá hellst kvk.

En vitið þið meistarar til þess að þeir geti parað sig með öðrum tegundum ef ameríkönum? sá sem er eftir er nefnilega svo pattaralegur og er að moka holu hægri vinstri...

Eða er það bara Convict sem er svona lauslátir fiskar? :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Margir þessir ameríkanar eru til í aðrar tegundir ef ekkert annað bíðst.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

okei... sóðabrækurnar!
verður gaman að sjá ef það koma seiði.. og fá einhverja sæta kokteila.. :)
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Passaðu bara ef að það gerist að þeir fari ekki í neina "umferð". Það er ekki vinsælt að rækta blendinga ;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Allt í lagi að rækta þá - bara ekki vinsælt að selja þá þannig að blendingarnir séu komnir útum allt í hobbýinu..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Líka hægt að rægta sem fóður, átti einusinni fullt af JohannixYellow Lab seiðum en engan fisk til að éta það :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Nei ég myndi aldrei setja svoleiðis í umferð.. ég veit hvernig það virkar.. væri bara gaman að sjá útkomuna.. :wink:

ekki viss um að það komi neitt, verð mjög hissa ef það kemur eitthvað.
kemur allt í ljós.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Það er komin hvítblettaveiki í litla búrið.. er það ekk rétt hjá mér að salta?
1 msk. á móti 10L?
setti þar 5 í gær og svo var ég að setja 6 núna
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Salt er fínt. Ég set venjulega 1-3gr á líter - veit ekkert hvað það er í matskeiðum :)

það má fara uppí 5gr á líter ef smitið er ofurslæmt (og fiskarnir eru sæmilega saltþolnir)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Fiskarnir eru að koma til.. ég gerði líka hressileg 70% vatnsskipti og setti svo daginn eftir aftur salt.
Sýnist þetta vera að reddast.

En ég var að fara yfir diskasafnið mitt og hirti nokkrar af mínum fyrstu fiskaljósmyndum á Digital.
Sýnist að þær séu teknar 2003..

þá vorum við með 4 Jack Dempsey, Corydorasa, synodontusa og eitthvað fleira. man ekki hvað.

hérna eru myndirnar..

Image

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

* Convict pörin tvö í 400L eru bæði með seiði.. og nákvæmlega hlið við hlið. Þau eru með öll seiðin við sömu rótina bara sitthvoru megin við einn arminn og rótin er eins og Y í laginu svo að það eru kannski 10 cm á milli þeirra... mér finnst þetta ótrúlegt. Engin læti í kringum þau þó þau séu svona miklir nágrannar.

* Einn óskarinn er kominn með sár við eyruggan.. nýbúin að gera 60% vatnsskipti og setti svo degi síðar 500gr af salti.. vonandi dugar það. Ætla líka að taka tunnudæluna og þrífa í kvöld, vona að það hafi áhrif.

Endilega segið mér ef það er eitthvað annað sem ég get gert til að lækna greyjið

Hérna er hann eins og hann er núna. (myndin tekin í kvöld)
Image


* Ég freistaðist í lítinn Jack Demsey sem var í hælisleit hérna á spjallinu og sótti hann í kvöld. Hann er ofsalega fallegur og plummar sig vel með þeim stóra sem ég er með fyrir í búrinu. Svo ofsalega gaman að sjá þegar maður bætir svona fisk við í búrið þar sem var bara einn áður.. sá gamli hresstist svo mikið við að fá félaga..
Sá nýji er um 6-7 cm en sá sem var fyrir er um 10cm held ég.

Image
Image

Sá gamli.
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mikið assgoti eru þetta flottir fiskar, JD
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

rosalega fallegur :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Takk elskurnar.. I love them! væri gaman ef þetta væri sitthvort kynið :)

en hvað segið þið um trítmentið á Óskarnum?.. er þetta ekki bara fungus sem ætti að fara með salti og hreinu vatni? vona að það sé ekkert annað og þrálátara..
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta virðist frekar vera bara frekar djúsí sár - voða lítill fungus sýnist mér. Getur verið að óskarinn hafi legið utaní hitaranum til dæmis?

Hvort sem þetta er - þá er passlegt að henda kílói af salti í búrið og sjá hvort þetta lagist ekki.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

hitarinn er inn í standard boxinu og er meira að segja ekki í gangi. :)

ekki myndiru henda kílói í viðbót við það hálfa sem fyrir er?
er það ekki allt of mikið?
Líka nenni ekki alveg að grilla Valisnerurnar.. :?
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

hérna er önnur mynd...

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er bara sár (sem á líklega eftir að koma smá fungus í) - hálft kíló af salti í viðbót er í góðu lagi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ok takk fyrir þetta Keli. Gott að hafa þig hér til að fá svör... 8)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Flestir fiskar þola allt að 5gr/líter af salti þannig að þú hefur það uppí erminni ef þetta verður eitthvað vesen
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply