Vargur wrote:Þetta er laglegt, nú á bara eftir að kenna þér að setja tónlist með myndbandinu.
Er planið hjá þér að hafa diskusana og skalana saman og er ekki málið að kippa þessum convictum úr búrinu áður en þeir fara að hrella diskusana ?
Þá er convictin komi úr búrinu og biða eftir að komast á nýja heimilið.
Setti þá i 60 litra búrið til að byrja með en það verður mikið léttara að ná i þá þar þegar þar að kemur. Hreinlega rústaði stóra búrinu við á ná þeim þaðan stóð ekki steinn yfir steini þegar yfir lauk en ég notaði tækifærið og "ryksaug "allan botnin i leiðini. Sá að eitt pinulitið convictseiði svona hálfur cm á stærð varð eftir en það verður vonandi finn biti fyrir Amazon lauffiskin að bita i.
Annars er allt gott að frétta héðan og Discusarnir virðast plumma sig vel með dollurunum minum og sköllunum.Það er frá þvi að segja að ég varð vitni að hryggningu hjá skallapari hjá mér en ég hef aldrei séð það áður með berum augum hvernig hryggnan festir hrognin á staðin sem hún velur.
Hvað eru Dollararnir orðnir stórir hjá þér,og ganga þeir vel með Discusunum,sá að þeir í Dýru búðinni eru með dollara og er ég nokkuð sjúkur að fjárfesta í nokkrum og setja með Diskunum.
Sæll pipó.
Þetta gengur alveg framar öllum vonum hjá mér með Discusa og Dollara saman og það sem meira er að mér finnst að Dollararnir verða bara flottari og flottati með aldrinum (eins og karlmenn verða ) en þeir eru svolitið quick og slæmir á taugum en það virðist ekki bögga Discusana mina en það er rétt að taka það fram að Discusarnir minir eru fimm ára gamlir og ýmsu vanir.Ég er lika með fimm Skalla og það er ekker nema gott um það að segja.
Kv
Lalli
Hef ekki náð góðri mynd af blue diamant enn. Hann er lang minstur og feimin en ég er búin að fylgjast með honum i morgun og hann er smá saman að koma fram og synir liti sem lofar góðu Mér synist að þeir séu allir farnir að borða.
Hakkaði lambahjörtu og hvitlauk saman i kvöld og gaf discusunum við góðar undirtektir
Frysti restina og nú fá þeir daglega kjöt sem þeir kunna að meta.
Þá eru Dollararnir komnir uppúr og fara i Dýragarðin á Laugardagin.
Búin að búa búrið undir sumarfri hjá mér en ég fór og keypti sjálfvirkan matara á miðvikudagin,alveg mögnuð græja. Getur gefið nánast eins og maður vill,bara prógramera tækið.
Þessi sá um að fóðra discusana mina á meðan ég þræddi vestfirðina i tvær vikur. Mögnuð græja. Gefur tvennskonar fóður og hægt er að forita hann út og suður. Hann getur gefið litið i einu eða stóra skamta og hann getur gefið litið i einu með minutu millibili svo allt fyllist ekki af mat osf..
Ég er mikið að pæla í að fá mér svona matara einhvern, aðallega til þess að geta fóðrað discusana 6-8x á dag og gert þá feita og pattaralega þótt maður sé ekki heima til að fóðra þá stanslaust
Já hann er góður þessi en núna gef ég bara á milli mála orma og annað kjötmeti en hreyfi ekki við þurrfóðrinu þvi gjafarin sér alveg um þá vinnu eftirleiðis.
Það góða við þennan er að hann tekur tvennskonar fóður og gefur allt að 8 sinnum á dag en það er sniglasystem á honum og maður getur ráðir hve marga hringi hann skamtar hverju sinni og hversu oft.
Ég forritaði hann þannig að hann gefur 3 x á sólarhring en sumar gjafirnar eru þannig að hann gefur litin skamt og svo aftur minutu seinna annan litin skamt þannig að discusarnir fá ekki alla hrúguna i einu og fá meiri tima til að borða.