Tjörn við sumarbústað

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

sniðugt!

hvernig er það með þessa tjarnar dúka er það allveg lífsnauðsin að nota þá?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott, ætli Convict parið verði ekki með milljón seiði eftir nokkra mán :lol:
Ef þú verður í einhverju veseni með convict þá skal ég taka seiði efað þú vilt, sendu mér bara ep. :D
Stór og glæsilegur kall sem að þú átt þarna :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

keli wrote:Fór aðeins í bústaðinn í gær að föndra og kom upp kerfi sem fylgist með hitastiginu í bústaðnum og kring, þám í tjörninni. Það kom í ljós að tjörnin er pínu í heitara lagi, ég þarf víst að fara að redda einhverju til að kæla hana niður :)

Hitastig hérna: (uppfært á 10mín fresti)
http://content.leenks.com/temp/
draga fyrir sólina :roll:
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ulli wrote:hvernig er það með þessa tjarnar dúka er það allveg lífsnauðsin að nota þá?
Nei alls ekki.. Þetta er bara uppá að halda einhverju vatni í holunni. :roll:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

þegar það er sí rensli þarf þá þessa dúka :P
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

þarft alltaf að hafa dúk hvort sem það er sírennsli eða ekki, nema þú sért með sírnennsli sem er meira en það vatn sem sýgur í jarðveiginn
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það borgar sig næstum alltaf að hafa dúk, annars verður algjör drulla í kringum tjörnina og lagið/stærð/vatn í tjörninni verður óviðráðanlegt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hitastigið er eitthvað skárra í dag og í gær, en sólin nær greinilega að hita tjörnina um allt að 5 gráðum. Ég ætla að koma upp gosbrunni tengda við tölvuna sem fer í gang til þess að kæla vatnið - Skemmtilegt aukaproject með þessum hitamælingum :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég er búinn að vera uppí bústað seinustu 3 dagana (og er enn).. Það er alveg endalaust af þessum kvikindum hérna:

Image

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

uss þetta eru held ég bara flottustu myndir sem ég hef séð af köngulóm
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

rosalega flott kvikindi 8)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jakkkkk, ógeðsleg kvikindi (þegar þau eru svona stór)

Ég lagði einu sinni kíttispaða yfir eina svona að hausti til, fulla af gumsi til að búa til fleiri kóngulær og svo illa vildi til að hún sprakk með látum yfir mig.
Þá skrækti ég eins og kjelling :lol:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það skal líka tekið fram að þessar myndir eru ekkert croppaðar eða unnar.. Ég er nokk sáttur við útkomuna, en efri myndin var tekin með píínulítið ljósop (f12 minnir mig) og samt er partur af lónni úr fókus... Tómt vesen að taka myndir af þessum kvikindum :)

Ég er líka ánægður með bakgrunninn á fyrri myndinni, himininn og svo smá partur af sumarbústaðnum, með duglegum skammti af bokeh :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

keli wrote:Ég er líka ánægður með bakgrunninn á fyrri myndinni, himininn og svo smá partur af sumarbústaðnum, með duglegum skammti af bokeh :)
Ég var einmitt að spá hvað efri myndin væri flott af námkvæmlega þessari ástæðu! Nú veit ég meira að segja hvað þetta heitir! :góður:
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Hvernig getur ykkur þótt þessi kvikindi flott þó myndin sé góð????

Þetta eru ógeðsleg kvikindi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kíkti í bústaðinn í dag - convict parið er með milljón títuprjónshausa syndandi í kringum sig og koiarnir hressir.

ótrúlega gaman að gefa í tjörninni, 100 convict seiði, 5 koiar og 4 gullfiskar allir að sníkja :)

Plantaði nokkrum hríslum í kringum tjörnina, þám birkikvist, fjallarós og birki. Þetta verður orðið massíft eftir nokkur ár þegar þetta er orðið gróið og flott!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

geggjuð efri könglóarmyndin.. bakgrunnurinn gerir helling fyrir myndina.. mér finnst svona kvikindi ofsalega flott en mig langar samt ekkert að hafa þær inni hjá mér... :shock:
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ekkert smá flott tjörn, væri til í að fá myndir af nýju plöntunum, var að lesa þráðinn yfir og sá ekki neinsstaðar hvað þessi tjörn er stór?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tjörnin er um 15.000 lítrar. Ég fer þangað um helgina og tek myndir af plöntunum - ég gleymdi myndavélinni þegar ég fór þangað á þriðjudaginn með þær.

Ég fékk mér eitthvað svipað og þú arnar, 4 liljur, 2 iris og svo eitthvað sefgras sem ég man ekki hvað heitir (ekki sama og þú)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Á ekkert að pikka upp litla Convict og leyfa mér að nota smá af því í fóður :lol:

Finnst að þú eigir samt að gefa Skarim smá af þessu... Er jú með fisk sem að étur bara lifandi fóður :D

Hver eru málin á löginni, s.s. hvað er hún löng þar sem að hún er lengst og hvað er hún breið :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Vá Keli þetta eru hrikalega flottar kóngulóar myndir ....má ég spyrja hvaða linsu varstu með í þetta ??
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tók þetta með canon 100mm 2.8 macro... Eðal linsa :)

Myndavélin er 350d
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Ahh auviðtað .....það er nákvæmlega linsan sem mig langar mest í :D Þú ert nú greinilega að nýta hana vel !!
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

urrrgggghhh þetta er akkúrat linsan sem mig langar í! :vá:
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Post by thunderwolf »

gudrungd wrote:urrrgggghhh þetta er akkúrat linsan sem mig langar í! :vá:
ég á svolieðis linsa sem ég hef ekki gaman í að nota eða bara hef ekki góðan tak á linsuna :lol: ... þú getur fengið þetta fyrir 60.000 kell hjá mér
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

thunderwolf wrote:
gudrungd wrote:urrrgggghhh þetta er akkúrat linsan sem mig langar í! :vá:
ég á svolieðis linsa sem ég hef ekki gaman í að nota eða bara hef ekki góðan tak á linsuna :lol: ... þú getur fengið þetta fyrir 60.000 kell hjá mér
Það er ansi hátt verð miðað við að á adorama.com kostar hún $455 - sendingarkostnaður með ups er $50 ($505 samtals) - $505 er tæplega 39þús miðað við gengið núna... svo er 24.5% vsk og um 2000kr afgreiðslugjald... Samtals myndi það vera tæplega 50 þús fyrir glænýja linsu, komna hingað á miðvikudaginn, fimmtudaginn í seinasta lagi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Post by thunderwolf »

en ég er meina sko linsu sem er með ábyrgð hérna heima... sem kostar þér ekki neitt að senda út ef það skyldi bilast...
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég á 50mm 1.4 sem ég pantaði á adorama... með linsu þá tek ég alveg sénsinn, myndi ekki gera það með myndavél. Ekki eins og maður geti ekki látið gera við hana hjá Beko þó að hún sé ekki í íslenskri ábyrgð. Núna er bara allur aukapeningur að fara í sumarfrí og fiska, sé hvað ég geri í haust.

P.S. Reiknaði þetta sjálf út að gamni mínu, stendur í 50 þús nánast því sléttum með vsk og gjöldum, það þarf að bjóða mér eitthvað betra til að ég stökkvi til!

P.P.S bætt við síðar til að bæta ekki við fleiri óskildum svörum...... Hún er auglýst á 63þús og eitthvað hjá Beco á síðunni hjá honum....
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Image

Þessi tók á móti mér í morgun þegar ég vaknaði.. Gaman að þessu.

Ég þurfti að skrúfa exposure niður um 2 stop í lightroom og þessvegna er myndin svona skrýtin... liljan er svo hvít að hún varð oflýst dauðans :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

úúúú en gaman! rosa flott..
Post Reply