Hjólin snúast hægt en snúast þó, ég veit ekki hvort fundur fyrir jól sé góð hugmynd þar sem almennt hafa allir meira en nóg að gera í desember en þó ef áhuginn er til staðar er ég til.
Eigum við ekki að stefna á að halda fund strax í byrjun janúar, það hafa flestir nóg að gera fyrir jól og svo hangið þið landsbyggðarhyskið náttúrulega hjá ættingjum milli jóla og nýárs.
Sæl verið þið.
Pétur heiti ég og væri meira enn lítið til í að vera með í þessu félagi, þó svo að ég sé eitt af þessu landsbyggaðarhyski
Ég er búsettur á Sauðárkróki, ég er með 400 lítra búr og eitt 60 l sem ég nota sem lendingarbúr þegar ég læt nýja fiska vera í áður enn ég skelli í stóra búrið.
Ég er með svona kokteil í búrninu hjá mér, skala, hákarla, bótíu, synadontus,plegga,brúska,gúrama og 1 firðildafisk.
Ég hitti einmitt á þig Vargur núna seinustu helgi þegar ég kom með Skalana til þín frá Svabba.
Jú reyndar er svona smá félag hérna hjá okkur, Skrautfiskafélag Skagafjarðar
Jú það eru nokkuð margir hérna í fiskunum og virðist sem að áhuginn sé aukandi hérna í firðinum.
Sem er bara gargandi snilld.
Ég er mættur og búinn að skrá þáttöku í félag skrautfiskaeigenda [FSFE].
BTW. þetta er miklu skemmtilegri þráður hér heldur en hjá tjörvari þó svo ég taki líka jafnt þátt í honum. En mig langar að sjá fleiri meðlimi á þessu vef hérna heldur en 70 manns sem eru skráðir meðlimir.
Þetta takmarkar svo mikið fikaáhugafólk að maður veit allveg hverjir skoða bara þessa síðu... við sem kunnum að synda .... og gefa fiskunum okkar að borða
Stefnan er að hafa fund föstudaginn 4. janúar kl. 20.
Strákarnir í Dýragarðinum, Síðumúla 10 ætla að vera svo vænir að leyfa okkur að hittast þar og sýna okkur verslunina í leiðinni.
Nú já, ég varð að treysta á aðra varðandi dagsetninguna þar sem ekki fannst dagatal á heimilinu, en það er þó föstudagurinn sem er um að ræða, hvaða mánaðadagur er þá ?
Er búið að stofna félagið og ef svo er hverjir eru í forsvari ? eða er þetta kanski stofnfundur og þá aftur er hægt að skrá sig einhverstaðar sem stofnfélagi ef maður getur ekki mætt ?
Aðalhvatamaðurinn að þessu félagi og sá sem mest hvílir á heitir Hlynur Ingi og hann tekur við skráningum. Best er að senda honum pm með a.m.k. nafni og netfangi.
Það hefur verið haldinn 1 fundur svo faktískt séð er búið að stofna félagið.
Fundurinn var fínn, mest fóru fram almennar umræður um fiska og tilheyrandi. Fundargestir kynntu sig og sögðu frá sínum fiskum osf.
Þetta var mjög gaman og fræðandi.
Nú mun stjórnin aðeins ráða ráðum sínum en svo er næsti fundur áætlaður að um mánuði liðnum og verður hann nánar auglýstur síðar.