Yfirborðshreinsarar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Yfirborðshreinsarar

Post by Rodor »

Hefur einhver reynslu af yfirborðshreinsara til að losna við olíubrák svipuðum og á þessari síðu:

http://www.drsfostersmith.com/product/p ... atid=12703
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það er til álíka græja hjá Dýragarðinum frá Eheim sem passar amk á eheim dótið og eflaust annað líka, þrælsniðugt og ég stefni á að versla svona við tækifæri.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er akkúrat það sem mig vantar, vissi ekki að svona væri til.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Var að tengja svona græju. Í fljótu bragði virðist þetta virka. Það er hægt að stilla hvað rennur mikið frá yfirborðinu og sá ég vatnið sogast þar niður. Það er líka hægt að stilla þetta þannig að ekkert renni ofan frá.

Image
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Post by thunderwolf »

var með svona græja, það gerir ekki mikið gagn bara peninga eyðsla og það endaði bara í geymslu eftir mánaða notkun...
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég er búinn að nota þennan hreinsara í um hálfan mánuð. Reynslan er sú að þetta hreinsar olíubrák sem liggur við yfirborðið. Það er ekkert auðvelt að sjá þessa brák. Það sem bendir mér helst á hana eru loftbólur sem springa ekki strax við yfirborðið.
Ástæðan fyrir því að ég átta mig á virkninni er kannski óvirknin í þessum búnaði, það er að glæri hlutinn sem þið sjáið á myndinni sem á að fljóta, hann sekkur á nokkrum klukkutímum og þá hættir tækið að taka frá yfirborðinu og þá sé ég loftbólur sem vilja ekki springa, sérstaklega eftir offóðrun.
Það sem ég þarf að gera er að setja eitthvað frauðplast undir glæra hlutann til þess að hann sökkvi ekki. Ég veit ekki ástæðuna fyrir því að hann sekkur, það gæti verið að fiskarnir kaffæri þetta eða þá að loftbólan sem heldur þessu á floti hverfur af öðrum orsökum.
Til þess að fá hann til að fljóta eftir að hann hefur sokkið þarf ég að lyfta honum upp svo loft komist undir hann.

Niðurstaða mín er, þetta virkar meðan glæri hlutinn á myndinni helst á floti.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Ertu mikið að offóðra og hvaða fóður notarðu ?
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Nei, ég tel mig ekki vera mikið að offóðra, nema að því leyti að ég gef kannski ekki nógu oft og þá vill maður gefa of mikið í hvert sinn, en ég gef minnst einu sinni á dag.
Ég hef ekki miklar áhyggjur af offóðrun það gerir ekkert hjá mér nema kannski setja olíubrák á vatnsflötinn.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Nú er kominn mánuður og eins og ég sagði eftir hálfan mánuð þá virkar þetta meðan glæri hlutinn er á floti.
Ég er búinn að gera eins og thunderwolf, setja græjuna í geymslu. Hvort þetta er peningaeyðsla, jú, en ég veit þó hvernig þetta virkar og virkar ekki, fyrir 2 þús. kall.

Ég var að skoða græjuna betur til þess að átta mig á því hvernig þetta virkar, mér fannst þetta hálfgerðir galdrar fyrst.
Það er svartur pinni sem stendur upp úr þessu í miðjunni, hann er hægt að skrúfa upp og niður. Þegar hann er skrúfaður niður þá sýgur dælan vatnið inn að neðan, en þegar hann er skrúfaður upp þá sýgur hún vatnið niður um glæra hlutann. Einhvers staðar þarna á milli þarf að stilla þetta, en það gerist bara alltaf, einhverra hluta vegna, að dælan nær að draga glæra hlutann í kaf og þá fer vatnið inn að ofanverðu fyrir neðan vatnsborð og hættir þá að geta tekið brákina.
Þegar glæri hlutinn er sokkinn getur dælan sogað til sín stærri hluti, því það er engin rist til að stöðva þá.

Dælan hjá mér var með töluverðu af kúluskít í sér sem síkliðurnar voru búnar tæta í sundur. Og það er frekar líklegt að hann hafi komið gegnum glæra hlutann.

Niðurstaða mín er. Kaupið svona ef þið hafið gaman af tilraunum, annars ekki!
hlb
Posts: 70
Joined: 16 Aug 2008, 20:25

Post by hlb »

Óðarfi að búa til nýjan þráð, þar sem olíubrák er nefnd hér.

En er eðlilegt að þessi brák sjáist, hjá mér er olíubrák eins og maður sér í höfnum o.s.f ég setti Bmvallá perlumöl í búrið hjá mér, og mig grunar að hún hafi verið olíusmituð. Þrátt fyrir að hafa skolað hana svo mjög vel, áður en hún fór í búrið.

Hef skafið ofan af vatnsborðinu tvisvar, en þessi brák kemur alltaf aftur eftir svona tvo sólahringa.

Getur maður bara ignorað þetta?
Hverfur þetta með tímanum?
Eða mun svona yfirborðshreinsari leysa málið?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Skolaðir þú mölina ekkert ?

Er mjög gott að taka sigti og skola mölina undir heita vatninu
Kv. Jökull
Dyralif.is
hlb
Posts: 70
Joined: 16 Aug 2008, 20:25

Post by hlb »

Squinchy wrote:Skolaðir þú mölina ekkert ?

Er mjög gott að taka sigti og skola mölina undir heita vatninu
Eins og ég sagði að ofan, þá einmitt skolaði ég hana mjög vel. Skolaði hana ca tíu sinum með heitu vatni, og sauð hana líka í pott. Þannig að það ætti ekki að vera nein drulla í henni, en einn dropi af smur/díselolíu sem hefur kannski dropað í mölina í vinnslu hjá BM getur verið margar vikur jafnvel mánuði að leysast upp. Spurninginn er mun þetta drepa fiskana með tímanum, eða þola þeir svona mengun. Ef ég t.d skef ofan af vatninu reglulega.

Nenni eiginnilega ekki að byrja upp á nýtt :(

gæti reyndar skipt um sand með vatnið í búrinu, bara svolítið vesen.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hann segir hér fyrir ofan hafa skolað mölina mjög vel.

Það getur líka komið svona brák úr fóðri.
Þú ættir kannski að prófa að taka smá sýnishorn af mölinni og láta standa í skál í 2-3 daga og ath. hvort komi einhver brák bara úr mölinni.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er búrið nýtt ?
Er tunnudæla tengd við búrið ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
hlb
Posts: 70
Joined: 16 Aug 2008, 20:25

Post by hlb »

Ásta wrote:Hann segir hér fyrir ofan hafa skolað mölina mjög vel.

Það getur líka komið svona brák úr fóðri.
Þú ættir kannski að prófa að taka smá sýnishorn af mölinni og láta standa í skál í 2-3 daga og ath. hvort komi einhver brák bara úr mölinni.
Þetta er góð hugmynd! Prufa það áður en ég fer í einhverjar dramatískar aðgerðir :)
hlb
Posts: 70
Joined: 16 Aug 2008, 20:25

Post by hlb »

Squinchy wrote:Er búrið nýtt ?
Er tunnudæla tengd við búrið ?
Viku gamalt, Eheim 2222 tunnudæla með nýjum filterum. Búrið sjálft er hundgamalt, en uppsetningin fór fram fyrir rúmri viku. Fiskunum líður alveg þrælvel held ég, þeir allavega synda um og éta allt sem í búrið fer :) svaka fjör þegar ég fóðra.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Gæti verið að olía hafi komist á glerið
Gæti líka verið tunnudælan

Mundi bara taka reglulega af yfirborðinu með könnu eða einhverju og þá ættir þetta að hverfa með tímanum
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Getur verið úr fóðri, hef oft upplifað það.

Getur líka verið þörungur, "surface scum".
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Þetta er ágæt hugmynd hjá Ástu. Þetta ætti maður að gera í hvert skipti sem maður setur steina eða möl í búrið.

Olíubrák hlýtur að koma í öll búr, frá fóðri, fiskum og fleiru. Og vegna hennar hlýtur súrefnisupptaka vatnsins frá yfirborði að minnka.
hlb
Posts: 70
Joined: 16 Aug 2008, 20:25

Post by hlb »

Hrafnkell wrote:Getur verið úr fóðri, hef oft upplifað það.

Getur líka verið þörungur, "surface scum".
Held að þú hafir hitt naglan á höfuðið, þegar maður dregur puttann á yfirborðið brotnar brákin í sundur, sem gerist ekki þegar um jarðolíu mengun er að ræða. Þannig að ég held ég geri ekkert í þessu, annað en að skipta reglulega um vatn, og skafa órhoðan burt enn oftar.

Djö.... er þetta fínt spjall! þið eruð snillingar :)
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Getur reynt að hafa meiri hreifingu á yfirborðinu, t.d. með því að sleppa spraybarnum á tunnudælunni til að auka ferðina á vatninu.
hlb
Posts: 70
Joined: 16 Aug 2008, 20:25

Post by hlb »

Hrafnkell wrote:Getur reynt að hafa meiri hreifingu á yfirborðinu, t.d. með því að sleppa spraybarnum á tunnudælunni til að auka ferðina á vatninu.
Nákvæmlega það sem ég gerði, var reyndar ekki með spraybar, en færði úttakið uppfyrir yfirborðið. Það er kannski bara betra upp á súrefnistöku vatnsins, en minkar kannski hringrás búrsins í staðin, allavega ætla að sjá hvað gerist næstu daga.
Post Reply