Nú ætla ég að gera svolítið sem ég sá Ólaf gera
Ég hafði hugsað mér að skrifa svolítið um hverrja og eina síkliðu sem að ég er með eða allavega flestar, þetta geri ég aðalega svo að þið reynsluboltarnir getið leiðrétt mig eða frætt mig meira svo að ég geri mér ekki upp neinar ranghugmyndir
Maylandia estherae eða Metriaclima estherae
Það voru einhver mál í sambandi við nafnið og ég held að það seinna sé notað núna (
Metriaclima estherae) og sá eða sú sem veit það fyrir vissu má endilega láta mig vita.
Stærð: 10 - 12,5 cm
Hitastig 23 - 28 °C
pH: 7,8 - 8,6 (ég hef ekkert tekið eftir að pH-gildið skipti neinu máli, ég hugsa lítið sem ekkert um það)
Munnalar, koma úr Malawi vatni Afríku.
Í náttúrunni eru kk bláir og kvk appelsínugulir, en nú er einnig hægt að fá þá þannig að bæði eru appelsínugul eins og ég er með en ég stefni á að bæta við nokkrum bláum kk við tækifæri.
Auðveldir í ræktun og umhirðu, kvk gengur með hrognin/deyðin í 3 vikur og sleppir eftir það og skiptir sér lítið af þeim.
Þessa fiska er hægt að fá bláa, appelsínugula eða OB
blár kk
Appelsínugult par (kk fyrir ofan, sést lítið í hann. Kvk með hrogn)
OB (Mynd tekin af
http://www.fiskabur.is)
