Karenarbúr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Karenarbúr

Post by Andri Pogo »

Dóttir mín hún karen var að eignast sitt eigið fiskabúr.
Við vorum að skipta um herbergi við hana svo hún fengi meira pláss og mér fannst synd að rífa niður rúmgaflinn sem ég smíðaði, hann fékk því að standa og var skreyttur að hætti Karenar.

Karen fékk svo í dag að velja sér nýja möl í búrið og skraut.
Bleik og hvít möl var valin og skrautið er í Dóruþema.
Enn á eftir að finna réttu fiskana í búrið fyrir hana, hún vildi endilega Nemo en við látum það bíða í bili og finnum eitthvað flott í sameiningu :)

Hérna stendur gaflinn meðan á flutningunum stóð:
Image

Búið að skreyta gaflinn smá en Piranha ennþá í búrinu sem Karen var ekki hrifinn af:
Image

Hérna er búið að skipta um möl og bæta við skrautinu hennar:
Image

Image

Svo á bara eftir að bæta við fiskum, við erum að hallast að einhverju fallegu og litríku síkliðupari; demöntum, regnbogum, fallegri malawi tegund, blue acara, jack dempsey... best væri þó ef það væri í smærri kantinum og gæti verið í búrinu til frambúðar :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

snild :góður:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er aldeilis dömulegt búr :-)
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Post by siggi86 »

Flott að setja þetta í herbergið hjá stelpunni :) Rosalega flott hvernig það er skreitt og flott þema :)
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Aldeilis frábært!! nánast sama þema og hjá mér, mergjað :shock:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

animal wrote:Aldeilis frábært!! nánast sama þema og hjá mér, mergjað :shock:
újee, bara verst hvað svona Dóru dót er dýrt, 2000kall fyrir litla styttu :o
-Andri
695-4495

Image
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Andri Pogo wrote:
animal wrote:Aldeilis frábært!! nánast sama þema og hjá mér, mergjað :shock:
újee, bara verst hvað svona Dóru dót er dýrt, 2000kall fyrir litla styttu :o
Hehe algjörlega :roll:, annars skemmtilega samsett herbergi :wink:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jæja ég tók mér það bessaleyfi að velja fiska í búrið og keypti fallegt par af Herotilapia multispinosa eða Regnbogasíkliðu á góðri íslensku.
Þetta er frekar lítil og friðsæl amerísk síkliða, verður 10-12cm og mér finnst þetta mjög falleg eintök. Karlinn er um 8cm og kerlan um 6cm
Verður gaman að fylgjast með hvort þau fari ekki að hrygna fyrir okkur :)

Image

Image

Image

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

mjög flottir. já hrygna ekki nánast allir fiskar hjá ykkur :lol:
Last edited by acoustic on 15 Jul 2008, 18:06, edited 1 time in total.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

sætt. bæði heregið sem og allir íbúar þess :D náttúrulega snild að hafa liti í prinsessu hebeginu en passa ekki tetrur með regnbogasíkliðunni? bara til að hafa meira að horfá.

stefni á að gera einhvað þessu líkt hjá mínum prinsi seinna meir
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jú þessar síkliður eiga að þola smáfiska, eða öllu heldur eiga smáfiskar að þola að vera með þeim :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Yndislegt.. gaman fyrir litlu skvízuna að hafa sitt eigið Prinsessu-Dóru-Regnbogabúr..

Æðislega skemmtilegt.. er ekki búrið veggfast? :)


Ég er með 4 svona síkliður... eiginlega fullrólegar fyrir minn smekk. :P

þið getið fengið þær fyrir lítið ef þið viljið bæta við :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

grindin sjálf er veggföst jú :)
já ég hugsa málið með hina :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég var að pæla hvort ég ætti að tuða aðeins yfir dótinu yfir rúminu hennar... Jarðskjálftar og svona... Læt þetta duga ;) Þetta er líka létt dót allt sýnist mér.


</tu>


Annars fínasta búr - er stelpan ánægð með þetta?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já takk fyrir það, við höfðum ekki hugsað út í það.
En henni líst mjög vel á búrið sitt, hún raðaði skrautinu og svona en hún er ekki enn búin að sjá fiskana því hún er í næturpössun hjá ömmu sinni :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Oft sem fólk einmitt fattar ekki að jarðskjálftar eru ekki óalgengir hérna þannig að það borgar sig ekki að geyma mikið meira en bangsa fyrir ofan rúm hjá börnum sem og fullorðnum - Það er jú staðurinn sem maður eyðir mestum tíma á og mestar líkur á að maður sé þar þegar jarðskjálfti skellur á... Leiðinlegt að fá bókahillu í hausinn þegar maður er sofandi ;)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

keli wrote:Oft sem fólk einmitt fattar ekki að jarðskjálftar eru ekki óalgengir hérna þannig að það borgar sig ekki að geyma mikið meira en bangsa fyrir ofan rúm hjá börnum sem og fullorðnum - Það er jú staðurinn sem maður eyðir mestum tíma á og mestar líkur á að maður sé þar þegar jarðskjálfti skellur á... Leiðinlegt að fá bókahillu í hausinn þegar maður er sofandi ;)
takk fyrir að benda okkur á þetta Keli :knús1:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ekkert mál :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Hvað er í búrinu í horninu hægra megin við gluggan?

Tek líka eftir að Pogoinn er búinn að setja litlu spíturnar á búrið sem voru ekki komnar þegar síðasti fundur var :P
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Brynja wrote:Hvað er í búrinu í horninu hægra megin við gluggan?

Tek líka eftir að Pogoinn er búinn að setja litlu spíturnar á búrið sem voru ekki komnar þegar síðasti fundur var :P
:oops: hamstur :oops:
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Þetta er meiriháttar krúttlegt, gott að mín litla sér þetta ekki! Fiskarnir og litasamsetningin eru yndislegir!
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Brynja wrote: Tek líka eftir að Pogoinn er búinn að setja litlu spíturnar á búrið sem voru ekki komnar þegar síðasti fundur var :P
já takk fyrir að taka eftir því :P eins og það var nú auðvelt að mála þetta og skella þeim á með doubletape skil ég ekki hvað ég var að slóra.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Andri Pogo wrote:
Brynja wrote: Tek líka eftir að Pogoinn er búinn að setja litlu spíturnar á búrið sem voru ekki komnar þegar síðasti fundur var :P
já takk fyrir að taka eftir því :P eins og það var nú auðvelt að mála þetta og skella þeim á með doubletape skil ég ekki hvað ég var að slóra.
hahaha... æjj það er svo auðvelt að gleyma svona... :wink: og of auðvelt til að gera.. þá geymir maður það svo lengi.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég ákvað að færa regnbogasíkliðurnar fram í rekkann minn, voru alltaf í felum og ekki mjög gaman af þeim fyrir Karen þannig við fórum í gullfiskaleiðangur í gær og leyfðum henni að velja tvo.

Hún sagði að þeir heita Inga og Karen, sjáum hvort það haldist :)

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Hún sagði að þeir heita Inga og Karen, sjáum hvort það haldist Smile
Hvor er hver :?: :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

haha úff ég man það ekki, spyr hana á eftir :-)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Inga er víst sú appelsínugula og Karen er hvíta :)
-Andri
695-4495

Image
Post Reply