Gudjon '06

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Gudjon '06

Post by Gudjon »

Jæja, nú er kominn tími á að segja aðeins frá búrunum sem að ég er með

200+ l búr sem er löðrandi í brúnþörung

Image
Í því eru
1 x Convict kk
3 x brichardi
2 x Iodotropheus sprengerae
1 x Oscar
1 x Maylandia estherae kk
1 x Frontrosa
2 x Haplochromis obliquidens zebra
2 x Pseudotropheus sp.Neon Spot (interuptus)
2 x Vieja maculicauda
1 x Altolamprologus compressiceps " Gold Face"
1 x Red Tail Shark
1 x kínversk glersuga
1 x anchestra
1 x barbi


svo ein mynd af Altolamprologus compressiceps " Gold Face" sem að ég fékk uppí fiskabúr.is
Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

50 l búr

Image

Í því eru
2 x Microgeophagus ramirezi (yellow)
Image
2 x Apistogramma viejita
Image

Búrið myndaðist eitthvað illa og já ég þarf að bæta vatni á það

Allt keypt í fiskabúr.is
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Image

70 l búr
Image
Í því eru
7 johanni
5 x kingsizei
5 x Tropheops
1 x convict kvk
Þetta kemur allt frá Vargi



2 x lítil vara- og seyðabúr
Image
Í ein búrinu er Maylandia estherae kvk



100 l
Image
Í því eru
6 x Hemichromis bimaculatus



150 l tómt búr
Image


og eitt lítið búr með brotinni langhlið sem að ég fékk hjá Vargi
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

He he, flott að hafa svona Vargsnýlendu í einu búri. :wink:
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Nú ætla ég að gera svolítið sem ég sá Ólaf gera

Ég hafði hugsað mér að skrifa svolítið um hverrja og eina síkliðu sem að ég er með eða allavega flestar, þetta geri ég aðalega svo að þið reynsluboltarnir getið leiðrétt mig eða frætt mig meira svo að ég geri mér ekki upp neinar ranghugmyndir


Maylandia estherae eða Metriaclima estherae

Það voru einhver mál í sambandi við nafnið og ég held að það seinna sé notað núna (Metriaclima estherae) og sá eða sú sem veit það fyrir vissu má endilega láta mig vita.

Stærð: 10 - 12,5 cm
Hitastig 23 - 28 °C
pH: 7,8 - 8,6 (ég hef ekkert tekið eftir að pH-gildið skipti neinu máli, ég hugsa lítið sem ekkert um það)

Munnalar, koma úr Malawi vatni Afríku.
Í náttúrunni eru kk bláir og kvk appelsínugulir, en nú er einnig hægt að fá þá þannig að bæði eru appelsínugul eins og ég er með en ég stefni á að bæta við nokkrum bláum kk við tækifæri.
Auðveldir í ræktun og umhirðu, kvk gengur með hrognin/deyðin í 3 vikur og sleppir eftir það og skiptir sér lítið af þeim.
Þessa fiska er hægt að fá bláa, appelsínugula eða OB


blár kk
Image

Appelsínugult par (kk fyrir ofan, sést lítið í hann. Kvk með hrogn)
Image

OB (Mynd tekin af http://www.fiskabur.is)
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

:wink: Sniðugt.
Metriaclima er tegundin sem fræðimenn hafa fundið út að fiskurinn tilheyri.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Melanochromis johannii

Þessa fiska er frekar auðvelt að hugsa um.
Í upphafi eru bæði kynin appelsínugul/gul en þegar að kk þroskast fær hann svartan og bláan lit. Þeir eigna sér svæði sem að þeir síðan verja. Munnalar.

Stærð: Þeir verða um 10 cm en kvk aðeins minni
pH: um 8, ekkert heilagt

Kynin: kvk er minni og er appelsínugult/gult að lit. kk er blár og svartur. Þennan lit fær kk oftast þegar að þeir verða um 5 cm. Kynþroska á sama tíma??

Hrygningar: Upp að 35 eggjum er hrygnt og kvk er með eggin uppí sér í 18 - 24 daga og ver seyðin í einhvern tíma eftir að hafa sleppt þeim út.

ImageImage
á fyrri mynd er kk, á seinni er kvk (myndir teknar af fiskabur.is)



Ég er alltaf að lesa að það sé svo erfitt að vera með þessa fiska og að það sé erfitt að koma þeim upp vegna árásagirni þeirra :?
Vargur, þið hin, er eitthvað vit í þessu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er lítið vit í þessu.
Johannii eru að mínu mati alls ekki árásargjarnir og eru reyndar taldir síst árasargjarnir af Melanochromis ættinni. Ég hef tekið eftir því að kerlingarnar eru nokkuð árásargjarnar hvor á aðra.
Karlarnir geta verið mjög lengi að taka bláa litinn ef annar ráðandi karl er í búrinu, ég var með karl sem var orðinn nálægt 10 cm og enn gulur en svo tók hann bláa litinn nánast á einni nóttu þegar ég færði hann með kerlingu í annað búr.
Last edited by Vargur on 26 Sep 2006, 20:07, edited 1 time in total.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þetta er alveg frábært Guðjón og ég sem hélt að ég væri haldin fiskabúradellu,ég kemst ekki með tærnar þar sem þið hafið hælana :D
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

:D já Ólafur, þú verður að spýta aðeins í lófana og reyna að auka "geðveikina". :P
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

:D Já heldur betur :D
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Var að bæta við einum bláum Metriaclima estherae kk

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Var að bæta við einum sem að ég held að sé Aulonocara maylandi maylandi


Líkist þessum, svartur með gula rönd, ég klikka alltaf á að taka niður nafnið þegar að ég er að kaupa fiska
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flottur brennisteinshausinn, Þetta er ein af frekar fáum Álnakörum sem ég hef verið hrifin af, það er eimmitt einn svona í fiskaúr.is.
Á að skella sér í Álnakörurnar núna ?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Það gæti vel verið að ég prufi þær
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Microgeophagus ramirezi parið mitt er búið að hrygna og var að enda við að drepa Apistogramma viejita parið mitt, einhver ráð við hvernig er best að koma seyðunum upp
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Var að bæta við jacobfreibergi pari úr fiskabur.is

Image




Færði Hemichromis bimaculatus yfir í 140 l búrið
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Gudjon wrote:Microgeophagus ramirezi parið mitt er búið að hrygna og var að enda við að drepa Apistogramma viejita parið mitt, einhver ráð við hvernig er best að koma seyðunum upp
ekki hef ég verið með ramiresi seyði en ég sjálfur hef alltaf trúað á að leyfa foreldrunum að annast uppeldið í mesta lagi gaukað að seyðunum mat og þeir sterkustu lifa af , annars er litið annað að gera en að veiða þau og setja í sérbúr með loftdælu sem væri með vatni úr foreldrabúrinu og svo bara gefa stíft en samt ekki meira en þau éta í hvert sinn og skipta út vatni annan til þriðja hvern dag sumir gera það samt daglega fer eftir fjölda seyða . .
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Fyrir stuttu færði ég 6x Hemichromis bimaculatus yfir í 140 l búr og nú sýnist mér að hryhningar séu í gangi, kvk á stærð við tvo. Af fyrri reynslu held ég að það sé best að taka hina 4 frá svo að parið fái frið
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Metriaclima estherae kvk var að hrækja úr sér 5 seyðum í gær (ég er sáttur við það fyrst að þetta er í fyrsta skipti sem að ég reyni að koma þessu upp) og ég tók hana frá þeim og strax eru 3 seyði fallin, ætli ég hafi tekið hana of fljótt úr búrinu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nei varla, ertu með dælu í búrinu og gott vatn ? Það er mjög sjaldgæft að ég missi seyði og þau þola merkilega vel ýmiskonar hnjask.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ég er reyndar ekki með dælu en vatnið ætti að vera þokkalegt


Ég kom að Microgeophagus ramirezi parinu þar sem þau voru að gæða sér á hrognunum og fjarlægði þau úr búrinu


Ég er að skipta um sand í 200 l búrinu í augnarblikinu
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú verður að hafa dælu eða eitthvað til að halda hreyfingu á vatninu, seyðin eru mjög viðkvæm fyrir súrefnisleysi.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ertu þá að tala um loftdælu?

eggin undan Microgeophagus ramirezi eru öll á hreyfingu og synda um, getur verið að þau séu strax komin útúr eggjunum?
mér brá svakalega þegar að ég sá eggin synda um, ef að þetta eru seyði þá eru þau ekki ósvipuð eggjunum
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef verið með loftdælur og venjulegar hreinsidælur hjá mér, Malawi seyðin álpast yfirleitt ekki inn í hreinsidælurnar en önnur seyði eiga það á hættu þannig loftdæla er betri kostur.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Í gær bætti ég við 2 x frontrosa, trúðabótítu og Hoplosternum thoracatum.

Í dag bætti ég við 50 l búri, loftdælu og einn Electric Catfish (Malapterurus electricus) + gubby sem fæði
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nú er málið að koma með mynd af rafmagnskvikindinu !
Í hvaða búri er hann, eru einhverjir búrfélagar ?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote:Nú er málið að koma með mynd af rafmagnskvikindinu !
Í hvaða búri er hann, eru einhverjir búrfélagar ?
hlýtur að vera stuð í því búri ?? æjæj 5 aur..

en hann ætti nú varla að vera í neinum vandræðum með að láta búrfélaga hverfa ef þeir eru ekki þeim mun stærri .

annars held ég að guðjón hafi fengið sér þennan til að vakna almennilega á morgnana , strýkur honum lítillega og glaðvaknaður. .

allavega hresstist hann guðjón nokkuð þegar hann var að pota í hann í fiskabúr.is

en flott er kvikyndið ..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já hann er svakalega flottur, ég var eimitt að grenja yfir því að vera ekki löngu farinn með hann heim í safnið. :wink:
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

með þessu áframhaldi verður guðjón kominn með ansi gott safn af flottum "oddball" fiskum ..
Post Reply