hversu mikið co2?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

hversu mikið co2?

Post by gudrungd »

ég er með svona plastkúts DIY co2 system frá ferplast sem ég var búin að keyra á prufupakkanum í nærri 6 vikur með vægt mælanlegum árangri. Nú er ég nýbúin að blanda sjálf á kútinn, notaði sykurmagnið og vatnsmagnið sem var gefið upp á kútnum en setti bréf af brugggeri fyrir kampavín (rúml. 1 tsk) rúmlega 1/2 teskeið af matarsóda og 1 teskeið af maltextrakt. nú er svo mikið líf í þessu (örugglega meira en 60 bólur á mínútu) og ég mældi 42 mg pr lítra. Hvað er öruggt fyrir fiskana og rökrétt fyrir plönturnar? Einhver ráð snillingar?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Svona heimabrugg er kraftmeira en hitt en endist styttra.
Þú þarft líklega ekki að hafa áhyggjur af því að það sé of mikið co2 því það á að vera illmögulegt með svona lítilli blöndu.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég er með ca. 3 bólur a sekúndu í 210 lítra búri, aldrei valdið neinum vanda.
Of mikil kolsýra drepur fiskana reyndar mjög seint, frekar of lítið súrefni. Það eina sem þú þarft að hafa áhuggjur af er hvernig aðstæðurnar eru á nóttunni, þegar plönturnar fara að nota súrefni líka. En ég efast um að það verði eitthvað mál nema að þú sért með troðfullt búrið að plöntum.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég er með heimabrugg á mínu búri. 1/2L vatn, 100g sykur, 1/2 teskeið ger, 1 teskeið matarsódi, 1 teskeið maltextrakt. Það er eins og þú lýsir mun kraftmeira en það sem kemur í pökkum. Ég skipti vikulega.

Þetta hefur aldrei valdið vandræðum í 125L búrinu mínu.

Hins vegar gerðist ég djarfur og margfaldaði þessa blöndu með 4, þ.e. útbjó í 2L flösku og setti gasið frá því í dæluna í litla "unglingabúrinu" mínu sem í eru um 50L af vatni (auðvitað gróður þar). Það var svakalegt magn af CO2 og það sá á fiskunum. Gullbarbaunglingarnir hreyfðu sig merkjanlega hægar og lítil ancistra var nær dauða en lífi. Lá á botninum og rétt andaði. Þegar hún var færð í eðlilegra vatn jafnaði hún sig fljótt.

Trúlega var þetta "ástand" ekki CO2 beint að kenna heldur frekar því að sýrustigið hefur fallið verulega við þetta magn af CO2. Íslenskt vatn mælist jú ansi lágt á KH skalanum, þe lítið af karbonati og þar með lítil geta til að verjast pH sveiflum (buffer eiginleikar litlir).
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Það er akkúrat málið með of mikið co2 að sýrustigið fellur. Ég tók þetta úr sambandi í eh sólarhring þegar þrýstingurinn var sem mestur og co2 mældist sem hæst. Heimabruggið rann síðan rólega út og ég fann loksins aukapakkana með ferplast sýsteminu sem ég keypti með. Á góða staðnum í ísskápnum! Það er greinilegur munur á keyptu og heimablönduðu DIY dæmi.
Post Reply