úps, ég gerði mistök :S

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

úps, ég gerði mistök :S

Post by naggur »

mig langar til að stofna nýjan þráð um stærstu, mestu, skondnustu og klaufalegustu mistök við uppsetningu á búrum og öllu því sem við kemur fiskum.

Hugmyndin kom þegar ég las einhverstaðar á netinu um mann sem hafði sér bolla til að láta blóðorma (frosna) þyðna en málið var að hann var með svipaðan bolla fyrir teið sitt.

einhverja hluta vegna þá greip hann ormabollan og skellti í eina blöndu sem hann drakk. YUCK ekki fyrir mig.

ég hef heyrt frá öðurm vinum mínum að þeir hafa sett phirana og aðra fiska saman (það er í dýrari kantinum) sem er ekki góð blanda vegna þess að eins og allir vita þá eru phirana ránfiskar en voða sætir litlir.

náttúrulega voru mín helstu mistök að setja síkliður með gullfiskum þegar ég var að byrja í þessu sporti :) einhvað sem maður gerir ekki.
hin mistökin voru að hafa ancistru í 54l búri (étur eins og hestur en drullar eins of fíll)

ég gæti trúað að þetta verði MJÖG fróðlegt fyrir alla svo ég tali nú ekki um fyrir gesti sem félaga.
Last edited by naggur on 15 Jul 2008, 18:23, edited 1 time in total.
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Post by siggi86 »

Mín mistök var að færa 90L búr fullt af vatni á milli staða og botninn sprakk á leiðinni og ég var LENGI að þrífa það
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

Post by pasi »

naggur: ertu viss um að þú hafir ekki sett plegga eða gibba í 54l búrið?? ég er með fullt af ancistrum í öllum mínum búrum.. ekki skíta þær mikið (miðavið pleggana okkar) :D
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

jú það getur meira en vel verið samt drulla þessir andsk. eins og fílar sérí lagi ef búrið er lítið
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Jahh!!. Hef bara aldrei gert mistök......... Bara aldrei 8) ........... :roll:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

animal wrote:Jahh!!. Hef bara aldrei gert mistök......... Bara aldrei 8) ........... :roll:
nohhhh bara fullkomin að fyrstu gerð er það ekki leiðinlegt að vera fullkominn?????
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

naggur wrote:
animal wrote:Jahh!!. Hef bara aldrei gert mistök......... Bara aldrei 8) ........... :roll:
nohhhh bara fullkomin að fyrstu gerð er það ekki leiðinlegt að vera fullkominn?????
Alls ekki!, Lífið ein samfelld sigurganga :wink:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

þar sem enginn hefur gert einhver klaufa mistök þá legg ég til að þessum þræði verði læst eða eytt.

Takk fyrir og líka sorry I asked
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

well get ekki alveg leift þér að læsa þessu, en ég gerði þau mistök að dauðhreinsa búrið hvern miðvikudag, semsagt dælan var tekin og dauðhreynsuð og túpurnar líka, og alveg 50% af vatninu lika, thank god i had barbs :D btw ég gaf allt of mikið :shock:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Mér finnst þetta skemmtlegur þráður.. als ekki læsa honum.

Ég er búin að hugsa og hugsa um hvort ég hafi ekki gert nein skodin mistök í minni fiskatíð.. hérna er svona það sem tengist mér:

-En ég veit um fjölskyldu sem átti lítið búr og var það búr í eigu krakkanna á heimilinu. Einn daginn ákvað yngsti sonurinn á heimilinu að vera voða duglegur og "þvo" búrið.. hann setti sápu í búrið og þvoði fiskana og allt klabbið.. Úbbbbs.... :?

-Ég á líka einn frænda sem var með ca. 50-70L búr og ákvað að gera almennilega hreingerningu á búrinu sínu.. setti fiskana í baðkarið og tók búrið og tók allt úr því og hreinsaði.. hreinsaði dæluna, sandinn, skrúbbaði skrautið og skipti náttúrulega alveg um vatn.
Mig minnir að fiskarnir hafi ekki allir lifað þetta rugl af... :shock:
þetta var þegar ég var mjög lítil.. sirka 5-6 ára.. og hjálpaði ég frænda (sem er rétt 2 árum eldri en ég mínum) við þetta.
Búrið getur ekki hafa verið mikið stærra því að við héldum saman á því.

Eins sæt saga um mig og vinkonu mína (vorum um 10-12ára)
-vinkona mín átti líka einu sinni lítinn gullfisk í kúlu og var hann búinn að vera veikur og var með eitthvað kíli á kviðnum og útþanin maga svo að hann átti nú ekki langt eftir.. en við tókum okkur til og reyndum að bjarga hálf dauðum gullfisknum með því að setja hann í annað búr, sem hefur verið kannski 10-20 L en það virkaði ekki betur en það að hann dó daginn eftir.. þetta tók rosalega á vinkonu mína og grét hún þegar hún þurfti að sturta gullfisknum Bumbu út í sjó. :lol:
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

ja, þegar ég byrjaði í þessu fékk ég þær upplýsingar að maður ætti bara að láta búriðeiga sig þar til það væri orðið skítugt og þvo svo alveg(dæluna og allt heila klabbið. fiskarnir fíluðu það nú ekki .
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

þegar ég byrjaði í þessu fékk ég mér 54L búr og setit á bilinu 30-40 fiska í það og ég þreif allt 1. í viku :P og það lifðu þetta eiginlega allir mínir fiskar af :lol:
er að fikta mig áfram;)
Petrún
Posts: 71
Joined: 14 Dec 2006, 10:58
Location: Mosó
Contact:

Post by Petrún »

Ég átti það til að dauðhreinsa búrið mitt, þetta fyrsta sem ég átti. Það var 25 lítra með gúbbí fiskum.
Ég allavegana tók búrið niður í vaskinn aðra hverja viku, eftir að hafa sett alla fiskana í annað ílát , þvoði vel og skellti þessu svo öllu saman í búrið á ný og setti ískalt vatn í búrið. Ég var alltaf að spá í því afhverju fiskarnir voru svona hreyfingarlausir eftir að ég setti vatnið í búrið aftur. :lol:
Samt sem áður lifðu flestir fiskarnir þessa meðferð í alveg slatta tíma.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þegar ég var lítil, kannski um 10 eða 11 ára þá átti ég kannski 15 litra búr(man það ekki alveg) og íbúarnir þar voru nokkrir gubby fiskar að mig mynnir.. á viku eða 2ja vikna fresti þá tók ég búrið og fór með það inn i eldhús, setti fiskana i djúpan disk, tæmdi búrið og þreyf allan sandinn eins vel og ég gat og pússaði búrið þangað til það glansaði. setti volgt vatn i það og sandinn og fiskana. en þeir lifðu alveg ótrulega lengi hjá mér, þrátt fyrir allt þetta. var ekki með hitara né ljós eða hreinsidælu. þetta telst kannski ekki sem mistök.. frekar fáfræðslu. :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta var normið hér í "gamla daga", allt tekið reglulega úr búrinu og soðið og sápuþvegið :lol:
Jónbi
Posts: 70
Joined: 10 Aug 2007, 00:26

Post by Jónbi »

Það er mjög gott ef þú átt auka perustæði að nota það til að lýsa þegar þú ert að vinna í búrinu með lokið af, en ekki eins gott þegar það dettur ofan í búrið.
Fiskar þola það ílla þegar vatnsskifti eru gerð með 40 gráður+ heitu vatni. Ekki spurja mig um hvernig ég veit þetta.
I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it
maggirokk
Posts: 9
Joined: 26 Dec 2007, 20:54
Location: Tálknaf.

Post by maggirokk »

þegar ég var ca 10 ára vorum ég og vinur minn að þríf búr stóra bróður hanns.... tókum allt úr búrinu þ.a.m alla steinana og þegar nokkrir voru eftir og hann hélt á búrinu á hvolfi og skallaði í botninn á búrinu og það í 1000 mola :o stóri bró var ekki ánægður
Post Reply