Tærleiki vatns/ormur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Tærleiki vatns/ormur

Post by Elloff »

Ég er að lenda í því að vatnið í búrinu mínu verður alltaf gruggugt, ég skipti um ca 40-50% af vatninu og var það tært fyrst á eftir en svo fór þetta í sama farið, ég er nýkominn með rót í búrið, ég setti hana í vatn eftir að ég keypti hana og litaði hún það ekkert (var í baðinu í 3 klst) og vatnið í búrinu var tært í nokkra daga eftir að hún kom í búrið.

Annað hugsanlegt vandamál, ég sá lítinn orm á glerinu hjá mér, varla meira en 1-3mm, hvað getur þetta verið og þarf ég að hafa áhyggjur af þessu?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ormarnir eru ágætir fóður fyrir fiskana hef, ég heyrt
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ertu með sand? Gæti verið hann.
Ef að þetta kom þegar rótin kom í búrið þá er þetta líklegast hún.
Hve oft gerir þú vatnsskipti?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Afhverju er þá ekki búið að éta alla ormana nú þegar? Þetta er ekki sandurinn, hann er búinn að vera í búrinu frá upphafi, ég geri vatnsskipti vikulega og ryksuga botninn í leiðinni.
Ef að rótin er málið, hvað á ég að gera, taka hana upp úr og útvatna hana eða þreyja þorrann?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Skola hana vel. :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er seint hægt að skola rætur nógu vel þannig að þær liti ekki vatnið.

Hvað meinarðu annars með gruggugt? Er það telitað? Eða er "grugg" í vatninu?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Það er svona telitað, það eru ekki agnir á floti í vatninu sem grugga það. Þetta er ekki mikið en nóg til að fara í taugarnar á mér.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þá er þetta rótin. Þetta minnkar með tímanum en þú losnar í raun aldrei við þetta. Sumir viðir leka minna af tannins en aðrir.

Mér finnst þetta flott persónulega.. náttúrulegra að það sé smá litur í vatninu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

ef þú ert með einhverja sugufiska (e. plecos) þá eru tannin mjög góð fyrir þá
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Ég er með 2 litlar ancistrur það er allt og sumt, en ef þetta verður svona þá býst ég við að láta rótina fara og setja eitthvað grjót í staðinn
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

svona litlir hvítir mjóir ormar láta stundum sjá sig, jafnvel löngu eftir að búr er sett upp. fiskarnir borða þá bara.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Kvöld eitt í síðustu viku kom ég heim og þá var vatnið í búrinu orðið krystaltært...... þ.a. þetta hefur ekki verið rótin. En hvað um það ég er hæstánægður með búrið núna.
Post Reply