Ég er að lenda í því að vatnið í búrinu mínu verður alltaf gruggugt, ég skipti um ca 40-50% af vatninu og var það tært fyrst á eftir en svo fór þetta í sama farið, ég er nýkominn með rót í búrið, ég setti hana í vatn eftir að ég keypti hana og litaði hún það ekkert (var í baðinu í 3 klst) og vatnið í búrinu var tært í nokkra daga eftir að hún kom í búrið.
Annað hugsanlegt vandamál, ég sá lítinn orm á glerinu hjá mér, varla meira en 1-3mm, hvað getur þetta verið og þarf ég að hafa áhyggjur af þessu?
Afhverju er þá ekki búið að éta alla ormana nú þegar? Þetta er ekki sandurinn, hann er búinn að vera í búrinu frá upphafi, ég geri vatnsskipti vikulega og ryksuga botninn í leiðinni.
Ef að rótin er málið, hvað á ég að gera, taka hana upp úr og útvatna hana eða þreyja þorrann?
Kvöld eitt í síðustu viku kom ég heim og þá var vatnið í búrinu orðið krystaltært...... þ.a. þetta hefur ekki verið rótin. En hvað um það ég er hæstánægður með búrið núna.