keisaratetru ræktun

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
pinkie
Posts: 66
Joined: 14 Apr 2008, 14:13
Location: Hfj

keisaratetru ræktun

Post by pinkie »

mín spurning er: hvað þarf að gera og hafa til að keisaratetrur hrigni hjá manni.
Er með 2 konur og einn kall og er búin að eiga þær í 2-4 mánuði og aldrei koma nein hrogn. vill nefnilega svo mikið að rækta þær :)
Með fyrir fram þökkum
Hulda
Hulda (ég)
Kíkí (Gári)
Kókó (Gári)
Pjakkur (dverghamstur)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það getur vel verið að þær hafi hrygnt - þú bara sérð aldrei eggin af því að þær éta þau jafnóðum.

Til að koma undan þeim þarf að hafa þær í sérhönnuðu búri þar sem eggin detta eitthvað þar sem foreldrarnir ná ekki í þau til að éta þau. Tetrurnar dreifa eggjunum útum allt í hrygningarleik.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
pinkie
Posts: 66
Joined: 14 Apr 2008, 14:13
Location: Hfj

Post by pinkie »

keli wrote:Það getur vel verið að þær hafi hrygnt - þú bara sérð aldrei eggin af því að þær éta þau jafnóðum.

Til að koma undan þeim þarf að hafa þær í sérhönnuðu búri þar sem eggin detta eitthvað þar sem foreldrarnir ná ekki í þau til að éta þau. Tetrurnar dreifa eggjunum útum allt í hrygningarleik.
En hérna stendur "Æxlun: Þessir fiskar æxlast frekar auðveldlega á hefðbundinn tetrumáta. Þeir eru hins vegar ekki miklir hrognaætur og láta því afkvæmi sín gjarnan afskiptalaus. Hrognin klekjast út á 24-36 tímum og seiðin eru frísyndandi eftir 3-4 daga." fékk þetta á http://www.tjorvar.is .... þannig að samkvæmt því ætti ég ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því.....
Hulda (ég)
Kíkí (Gári)
Kókó (Gári)
Pjakkur (dverghamstur)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þeir éta það sem þeir ná í.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply