Var að spá í að smíða mér búr þegar tími og peningar gefast
það á að vera 1 rúmmeter= 1000L og bara akkúrat einn rúmmeter semsagt ein meter á hvern kant og sv á að vera 50cm skápur undir því sem ég ætla að smíða líka þannig að heildar hæðin á þessu yrði semsagt 1,5m og svo plássið sem þetta tæki 1 fermeter...
Já þetta er alveg ágæt hugmynd. En ég myndi hafa búrið 200x70x70 =980 Lítra ef ég væri að þessu en auðvitað gæti hitt komið sterkt út eins og flest annað. Þetta fer bara eftir hversu mikið pláss hver einn hefur.
eina sem ég sé að þessu er að það gæti orðið leiðinlegt að vinna í botninum á búrinu.
Kannski er ég bara svona handstuttur en mitt búr mætti ekki vera mikið dýpra en 60-70 cm
já ég var nú samt búinn að hugsa mér að gera svona steinvörðu í mitt búrið þannig að það sé nóg af hellum og felustöðum og bara svona flott look bara ef ég vel alla steinana spes
mér fannst hugmyndin um 100% rúmmeter skemmtileg, þ.e. að hann væri meter á alla kanta.
En það er rétt að það væri pain að vinna við búrið og ef þú myndir íhuga að fara út frá rúmmetershugmyndinni myndi ég gera búr sem væri 130x130x60cm sem er líka 1000L en myndi bjóða uppá aðeins stærri fiska
Sniðug hugmynd af hafa svona tenging, en svo fór ég að hugsa um 1 meter á hæð og varð litið á mitt búr sem að er 1 meter á lengd og fannst ansi langt að komast ofan í búrið En sniðug hugmynd engu að síður
Þetta er snilldar stærð fyrir discusa - þeir elska hæðina.
Hinsvegar er þetta frekar ópraktísk stærð fyrir flesta aðra fiska og aðgengi að búrinu ekkert frábært.. Þarf líka að kaupa rándýrt gler þegar búrið er svona hátt.
Búrið niðrí vinnu hjá mér er 90cm og maður gerir ekkert í því án þess að fara ofaní það - maður bara nær ekki ofaní.
Þetta er frábær hugmynd ef búrið passar sérstaklega vel einhversstaðar.
Annars held ég að búr sem er nálægt 2 metrum að lengd eins og Andri talar um sé skemmtilegasti kosturinn. Sú stærð bíður sennilega upp á flesta möguleika.
þeingur er svona krókur sem er í loftinu og maður fer í svona uhhhhh klifur thing og hangir yfir búrinu svo það er hægt að hérna vinna í því svona ofan frá meina þetta er meter á alla kannta.
en hvað veit ég? kannski er hann að tala um þveng (g-string) sem ég tel vera frekar ósennilegt
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð sem er núna DAUÐ
Þetta er fín hugmynd að gera svona kassa ef þú átt plássið en ég sé þann galla við hana búrið kemst ekki inn um venjulegar dyr sem eru flestar undir meter á breidd annars er ég með búr sem er meters hátt s.s. 200x100x70 og það er ekkert auðvelt að komast á botninn í því.
Slepptu þessum 250l pælingum go big or go home og fáðu þér tonn.