
Búrið er um 80 lítrar, er mér sagt. það var "sett up" í gær, og núna er í því voða fínn(grófur) sandur, vatn, hreinsibúnaður og hitari og hitamælir. við settum líka örlítið vatn úr öðru fiskabúri til að fá smá líf í þetta. í búrinnu eru núna 1 stk festivum, mjög lítil og reytt stelpa(þar til annað kemur í ljós) og eitt spilurum par. (ég mun næla mér í fleiri fiska í fillingu tímans.) karlinn er talsvert stærri en kvenið, og það leikur allt í lyndi hjá þeim. þau eru samt mjööög feimin, og húka mjög mikið bakvið dæluna, þó svo að ég hafi sett hana það nálægt glerinu að ég hélt að þau kæmust ekki þangað. þau eru þó farin að synda svolítið um búrið, en straumurinn er full mikill fyrir þau ennþá, litlu krílin, og ég er enn ekki með neinar plöntur eða neitt til að brjóta hann upp. (dælan er samt á lægstu stillingu..)
PH-gildið hér á Laugarvatni er óþarflega hátt fyrir fiskabúr, myndi ég halda. ég mældi kranavatn í gær og það fór mest í 8.8 - hvernig hef ég áhrif á PH gildið, og hvaða PH gildi þurfa þessir fiskar?
önnur vangavelta, sem er nú meira bara upp á fagurfræðina, hvernig fæ ég fiskana meira í open space? kemur það bara um leið og ég er komin með eitthvað "umhverfi" fyrir þá til að vera í?
fiskarnir eru búnir að borða smá, þó það sé mjög lítið (allavega sem ég hef tekið eftir)
öll ÖNNUR ráð og tips við uppsetningu fiskabúrs er auðvitað vel þegin!