Ég væri til í upplýsingar um þessa tegund frá þeim sem þekkja til.
Er það rétt að þeir séu kolbrjálaðir eða ætti alveg að vera hægt að hafa svona með öðrum fiskum?
Hef verið að skoða fiska til að bæta í búrið hjá mér og datt flowerhorn í hug...
Samt á ég erfitt með að ákveða mig hvort mér finnst hann mjög flottur eða mjög ljótur... kannski flott hvað hann er ljótur
Annars eru hugmyndir að fallegum amerískum síkliðum velkomnar í þráðinn, einu tegundirnar sem við höfum rekist á á netinu og líkað við eru:
-Texas; Cichlasoma cyanoguttatus og Herichthys carpintis
-Red spotted Severum
-Nanolopsis tetracanthus, á svona litla
-Jack Dempsey, á svona litla
-Paratilapia Polleni, afrísk en falleg og myndi passa vel inn
Flowerhorn (og aðrar amerískar)
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Ef ég væri með meira búrpláss þá væri ég búin að kaupa mér Red spotted Severum, ég er með 2 svona hefðbundna.. og þeir eru voða góðir í umgengni, rólegir og góðir.
Finnst þeir alveg ofsalega fallegir.
Ég mæli með að þú skoðir Red Terror.. þeir eru alveg hrikalega flottir og svona passlega frekir, bara mjög skemmtilegir gaurar.
Finnst þeir alveg ofsalega fallegir.
Ég mæli með að þú skoðir Red Terror.. þeir eru alveg hrikalega flottir og svona passlega frekir, bara mjög skemmtilegir gaurar.
þeir fiskar eru sambærilegir managuensenum þínum, harðari en restin sem þú nefnir, þó að par af þeim sé ekkert lamb að leika sér við, myndi í þínum sporum skoða C. Uropthalmus í Fiskó, 1 kall 2 kellingar getur örugglega fengið díl á pari, þ.e ef þig langar í par sem gæti mögulega haldið í við Managuense
Ace Ventura Islandicus
eg er med 2 polleni grimmir skrattar og eru liklega a leid i serbur,halda 900ltr i gislingu , áttir tu ekki buttikoferi ? e-d svipad ??? er lika med 2 red spotted severum og eru teir ljufir sem lömb,, átti flowerhorn um árid sá var kolgeggjadur og hrikalega fallegur..
Last edited by Hrappur on 25 Jul 2008, 23:15, edited 1 time in total.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Já ég skoðaði þessa í Fiskó og leist ágætlega á karlinn, en hann fór helv illa með kerluna. Hafði skoðað aðeins myndir af þessari tegund á netinu og þeir virðast oft vera litdaufir.
Ég er ekkert endilega að spá í pörum svosem og hef enga reynslu af amerískum í bland og vildi helst hafa fallega fiska og án stöðugra átaka.
En já það er spurning um að bíða með Polleni þá ef hann er svona grimmur, fannst hann bara flottur á myndum og hafði einmitt séð hann í ameríkubúrum.
Ég er ekkert endilega að spá í pörum svosem og hef enga reynslu af amerískum í bland og vildi helst hafa fallega fiska og án stöðugra átaka.
En já það er spurning um að bíða með Polleni þá ef hann er svona grimmur, fannst hann bara flottur á myndum og hafði einmitt séð hann í ameríkubúrum.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Jú við vorum með litla buttikoferi, fyrst með malawi og svo með jaguar þegar þeir voru minni. Þeir fengu að fara áður en jaguar hefði drepið þá á hryngingartimanum.Hrappur wrote:eg er med 2 polleni grimmir skrattar og eru liklega a leid i serbur,halda 900ltr i gislingu , áttir tu ekki buttikoferi ? e-d svipad ??? er lika med 2 red spotted severum og eru teir ljufir sem lömb,, átti flowerhorn um árid sá var kolgeggjadur og hrikalega fallegur..
Svo var eg með stóran buttikoferi í smástund með Dovii, en dovii-inn var að fara illa með hann.
Stór flottur Dovii karl væri góður í búrið ef þeir væru ekki svona miklir böðlar.
Hvernig var flowerhorn að fara með hina fiskana hjá þér Óli ?
Ég var með flowerhorn sem drap m.a. fyrir mér 2 arowönur og dovii karl sem var stærri en hann. Hann ólst btw upp með dovii en var samt ekki í vandræðum með að stúta dovii. Þetta eru badass kvikindi og eru líklega ekki alveg nógu góð hugmynd í búrið hjá þér
Og já ég reyndi polleni fyrir um ári en þeir stækkuðu of hægt og voru drepnir af óskörum ótrúlega fallegir og ég á pottþétt eftir að finna mér svoleiðis aftur einhvertíman
Og já ég reyndi polleni fyrir um ári en þeir stækkuðu of hægt og voru drepnir af óskörum ótrúlega fallegir og ég á pottþétt eftir að finna mér svoleiðis aftur einhvertíman
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact: