Eins og er er bara hægt að nota myndirnar á fiskaspjall.is, ég hef ekki sett fleiri síður inn í "leyfislistann", en ef þið póstið t.d. á einhver forum og viljið geta notað þetta þar líka þá skal ég glaður setja það inn.
Ég setti þessa takmörkun á bara til þess að óprúttnir aðilar nýti sér þetta ekki í eitthvað annað en fiskastúss
Vá bara takk!
Erum reyndar með smá netþjón sjálf heima fyrir okkur
en frábært, er búið að vera smá hörgull á þessu eftir að dýraríkið lokaði
bara glæsilegt!
Bætti inn nokkrum fídusum - Núna er auðveldara að uploada mörgum skrám í einu, og maður getur valið um að sýna thumbnail sem er hægt að smella á, eða bara gamla góða að sýna myndina.
Fer svo í það á næstunni að bjóða fólki uppá að vera með og eiga gallerí, en ætli ég reyni ekki að klára skólann fyrst
Eitthvað fleira sem fólk gæti hugsað sér? Eitthvað sem virkar ekki? Eitthvað sem mætti betur fara?
Mér finnst þetta mjög fínt , en alltaf þegar ég fer á síðuna vantar fishfiles logoið, bara rautt x. Kannski er það bara ég, en þetta hefur verið svona í ágætan tíma ?
En hvernig væri það að hægt væri að fara á síðu þarsem hægt væri að sjá allar myndir sem hafa verið settar inn? Til dæmis 100 litlir thumbnails á síðu sem hægt væri að klikka á og sjá í fullri stærð.
T.d. ef maður hefur sett inn mynd, vil nota hana aftur en finnur ekki slóðina af henni.
Andri Pogo wrote:Mér finnst þetta mjög fínt , en alltaf þegar ég fer á síðuna vantar fishfiles logoið, bara rautt x. Kannski er það bara ég, en þetta hefur verið svona í ágætan tíma ?
En hvernig væri það að hægt væri að fara á síðu þarsem hægt væri að sjá allar myndir sem hafa verið settar inn? Til dæmis 100 litlir thumbnails á síðu sem hægt væri að klikka á og sjá í fullri stærð.
T.d. ef maður hefur sett inn mynd, vil nota hana aftur en finnur ekki slóðina af henni.
Veit ekki með logoið.. Hef ekki verið í þessum vandræðum.. Er einhver annar hérna sem sér ekki fishfiles logoið á síðunni?
Svo kemur þessi overview síða fljótlega... Þurfa bara að koma inn nokkrar myndir þar sem eru actually til thumbnail af Eina sem ég hef áhyggjur af með það er ef einhver submittar einhverju klámi eða þar af verra, þá þarf ég að fara að pæla í ritskoðun á þessu.. Eins og þetta er núna, þá slysast maður allavega ekki á að fara á eitthvað sem maður á ekki að eða vill ekki sjá