Plantan Mín

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Plantan Mín

Post by Hrannar E. »

Ég er með 2 gerðir af lifandi plöntum í búrinu mínu og önnur þeirra vex alltaf svaka flott og allt það. En svo eftir nokkra daga er eins og það byrji að vaxa svona brún hár á hana og svo verður plantan bara öll brún. Getur einhver sagt mér hvað þetta er og afhverju þetta kemur. Vil endilega reyna að losna við þetta af plöntunni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Veistu hvað plantan heitir ?
Þörungar setjast oft á hægvaxta plöntur.
Þetta er sennilega brúnþörungur og hann kemur sennilega vegna þess að ekki er nægt ljós í búrinu eða eitthvað ójafnvægi.
Þú átt að geta nuddað þetta af með fingrunum.
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

Ég veit ekki hvað plantan heitir en ég keypti hana í dýraríkinu. En þetta með að það sé ekki nóg ljós í búrinu mínu er ekki nóg að hafa 1 peru í 54l búri? Ég veit ekki hvernig pera þetta er en það stendur á henni F15W/154-T8
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ein 15w pera er sennilega ekki næg lýsing fyrir flestar plöntur.
Ef þú bætir við þig plöntum skaltu ath að þær séu ekki mjög kröfuharðar á lýsingu.
Þú getur ath hvort hægt sé að koma spegli á peruna (fást í flestum gæludýraverslunum) og/eða skipt út perunni fyrir betri peru, td. gróðurperu.
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

Það er einhver svona spegill eða einhvað fyrir ofan peruna í búrinu mínu. Er ekkert mjög fróður um þetta en hvað kosta svona gróðurperur?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gróður pera í þessari stærð kostar sennilega um 2.500.- til 3.000.- kr.
Post Reply