Ég er með 2 gerðir af lifandi plöntum í búrinu mínu og önnur þeirra vex alltaf svaka flott og allt það. En svo eftir nokkra daga er eins og það byrji að vaxa svona brún hár á hana og svo verður plantan bara öll brún. Getur einhver sagt mér hvað þetta er og afhverju þetta kemur. Vil endilega reyna að losna við þetta af plöntunni.
Veistu hvað plantan heitir ?
Þörungar setjast oft á hægvaxta plöntur.
Þetta er sennilega brúnþörungur og hann kemur sennilega vegna þess að ekki er nægt ljós í búrinu eða eitthvað ójafnvægi.
Þú átt að geta nuddað þetta af með fingrunum.
Ég veit ekki hvað plantan heitir en ég keypti hana í dýraríkinu. En þetta með að það sé ekki nóg ljós í búrinu mínu er ekki nóg að hafa 1 peru í 54l búri? Ég veit ekki hvernig pera þetta er en það stendur á henni F15W/154-T8
Ein 15w pera er sennilega ekki næg lýsing fyrir flestar plöntur.
Ef þú bætir við þig plöntum skaltu ath að þær séu ekki mjög kröfuharðar á lýsingu.
Þú getur ath hvort hægt sé að koma spegli á peruna (fást í flestum gæludýraverslunum) og/eða skipt út perunni fyrir betri peru, td. gróðurperu.