Fiðrildasíkliðuhrygning í Diskusabúri?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fiðrildasíkliðuhrygning í Diskusabúri?
Teljið þið að fiðrildasíkliður eigi einhvern séns á að koma upp seiðum í Diskusabúri? Ég er með stútfulla kellingu og kallinn er farinn að hjóla í diskusana eins og þeir séu einhverjir smáfiskar! Þau hafa hrygnt 3svar áður í öðru búri en endað með að éta allt sjálf. Ég er að vona að þau hrygni á góðan stein sem ég get kippt uppúr en það væri gaman ef þau kæmu þessu upp sjálf...
Þau gætu alveg komið upp einhverju ef þau eru dugleg að passa þetta fyrstu 1-2 vikurnar. Kannski bara 1-5 seiði í hvert skipti, en það er þó eitthvað
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net