
En aðal hausverkurinn er að sjálfsögðu að flytja 720lítrana.
Þarf að tæma allt og geyma fiskana í dollum á meðan en ég ætla að láta verða af því að setja nýja möl í búrið á nýja staðnum.
Ég ætla að fara í það fljótlega að ná sandinum burt og sjá hvort vatnið tærist ekki eitthvað ef ég hef það 1-2 vikur með beran botninn.
Annars þigg ég öll góð ráð varðandi flutning á búrinu, t.d. hvernig best er að búa að því í flutningabílnum svo það verði ekki fyrir neinu hnjaski.
Datt í hug að fá frauðplastplötur undir það og meðfram.
Líka spurning fyrst ég ætla að skipta um mölina hvort næg bakteríuflóra haldist í tunnudælunum ef slökkt yrði á þeim í nokkra klst eða hvort betra væri að geyma eitthvað vatn.