pH?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Það eru ekki enn komnir fiskar í búrið, það er svo til nýuppsett. Búin að setja eina rót í það en hún er frekar lítil. Fiskarnir sem eiga að fara í búrið þurfa flestir pH 6,5-7,5 en nú er pH 8,5. Það var 9,5 áður en ég setti rótina. Er að spá í að setja aðra rót, enda nóg pláss til þess. Svo er soldið af skeljabrotum í mölinni og ég þarf að fara að reyna að plokka þau úr, svona eitthvað af þeim a.m.k. Úff það vex mér bara svo í augum, því að öðru leyti er vatnið tilbúið (hvað bakteríuflóruna varðar), en til að plokka úr mölinni þarf ég að tæma búrið og byrja upp á nýtt með hringrásina og ég er ekki þolinmóðasta manneskja í heimi, hvað það varðar, því mig langar til að fara að setja fiska í búrið.
Uss ég mundi ekkert hafa áhyggjur af þessu, hvaða fiskar eru þetta sem eiga að fara í búrið ?
Settirðu hitaveituvatn í búrið ? Í sumum hverfum er hitaveituvatnið gríðarhart, er reyndar í fínu lagi í Grafarvoginum.
Annað, þú færð ekki rétta mælingu á kranavatni fyrr en það er búið að standa í sólarhring.
Settirðu hitaveituvatn í búrið ? Í sumum hverfum er hitaveituvatnið gríðarhart, er reyndar í fínu lagi í Grafarvoginum.
Annað, þú færð ekki rétta mælingu á kranavatni fyrr en það er búið að standa í sólarhring.
Það eiga að fara gullbarbar, plattyar, gúramar og demantstetur. Þetta er 120 l. búr. Ég setti bara kalt vatn í búrið. En ég er með annað búr og það hefur verið í lagi að setja hitaveituvatn í það. Þurti meira að segja að setja kuðung í búrið til að halda pH-inu í 7, því það fór alltaf niður í 5-6. Heldurðu að það sé í lagi að setja þessa fiska í vatnið? Vatnið er búið að standa í rúma viku.
Ég er nokkuð viss með að ekkert vandamál með gullbarba og platy, sjálfur þyrði ég líka alveg að taka sénsinn á gurami og tetrum, bara leyfa þeim að aðlagast vatninu rólega.
Skrýtinn þessi mikli munur á búrunum, sjálfur fæ ég yfirleitt nokkuð svipaða mælingu í öllum mínum búrum. Nokkur skeljabrot hafa ekki svona svakaleg áhrif.
Hér er þráður um pH mælingar.
http://208.100.9.87/viewtopic.php?t=117
Skrýtinn þessi mikli munur á búrunum, sjálfur fæ ég yfirleitt nokkuð svipaða mælingu í öllum mínum búrum. Nokkur skeljabrot hafa ekki svona svakaleg áhrif.
Hér er þráður um pH mælingar.
http://208.100.9.87/viewtopic.php?t=117
Er einhver ástæða til að ætla að það verði einhver vandræði ?JinX wrote:hvaða leiðir eru til að hækka ph önnur en vatnskipti?
nú er ég með 250L. búr og ph er búið að vera 6.8 en nú var ég að bæta helling af plöntum í búrið o0g hef heyrt að það lækki ph þannig að ég var að pæla hvernig ræðst ég á vandann áður en hann myndast
Ef þú villt herða vatnið þá getur þú gert það með efnum, td. matarsóda eða einfaldlega með skeljabrotum osf. Reyndar er mín skoðun að hringl með þessa hluti sé mun verri en stöðugleiki þó hann sé ekki alveg eftir bókinni.