Ég er með 630 lítra búr með
2 x Bláhákarlar 15 cm
1 x Red tiger Oscar 12 - 15 cm
1 x Gibbi 12 cm
1 x Upside down kattfiskur sennilega um 15 cm
1 x Black ghost 12 - 15 cm
1 x Channa, rauð á hliðunum, 10 - 12 cm
3 x trúðabótíur 5 cm
Þegar ég kom heim í gær þá sá ég að Óskar var með frekar stórt sár á enninu, í framhaldi af því fór ég að tékka á hinum
fiskunum og sá hvergi chönnuna. Gibbin var með tvo ugga tætta sem voru fínir daginn áður. Einnig var skarð í
einum ugga á öðrum bláhákarlinum.
Eftir mikla leit að chönnunni þá var mig farið að gruna að Óskar hefði étið hana, en svo kom í ljós að annar bláhákarlinn
var eins og að hann hefði gleypt golfkúlu. Athugið að channan var svona 2 - 3 sentimetrum styttri en hákarlinn.
Mig grunar að channan hafi verið með einhvern yfirgang og hákarlinn orðinn leiður á henni og ákveðið að gleypa hana. Það hefði verið
gaman að sjá það sem gekk á í búrinu yfir daginn, greinilega mikil læti.
Langaði að deila þessu með ykkur, hefði aldrei hvarflað að mér að Channan yrði sú fyrsta sem yrði étin.
p.s.
Ég næ ekki að taka neinar almennilegar myndir, þar sem ljósin mín eru ekki nógu góð og myndavélin mín fókusar alltaf á glerið og fiskarnir úr
fókus á bakvið. Reyni að finna lausn á þessu til að geta sýnt ykkur einhverjar myndir.
Valdi
Hvað gerist þegar maður er ekki heima ?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Myndir
Hér er hægt að sjá nokkrar myndir http://pbase.com/valdi/fish
Ég er sérstaklega ánægður með myndir af gibbanum og einnig er flott mynd af Black ghost að ná sér í rækju.
Veit ekki hvernig ég set þetta beint inn á forum.
Einhverjar eru teknar með GSM síma en aðrar með almennilegri myndavél. Hefði mátt þurrka aðeins af glerinu áður.
Valdi.
Ég er sérstaklega ánægður með myndir af gibbanum og einnig er flott mynd af Black ghost að ná sér í rækju.
Veit ekki hvernig ég set þetta beint inn á forum.
Einhverjar eru teknar með GSM síma en aðrar með almennilegri myndavél. Hefði mátt þurrka aðeins af glerinu áður.
Valdi.
Hér eru leiðbeiningar sem gætu hjálpað við innsetningu myndanna. Þetta getur virkað snúið fyrst.
http://208.100.9.87/viewtopic.php?p=2821#2821
http://208.100.9.87/viewtopic.php?p=2821#2821