Þeir eru að éta hann lifandi :/

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Þeir eru að éta hann lifandi :/

Post by iriser »

Vantar smá aðstoð. Er með malawi búr, 400L og í því eru mest king seize og svo 2 maingano og 3 saulosi. Einn fiskurinn lítur ekki vel út og hinir eru hreinlega að éta hann lifandi. Er einhver sem getur sagt mér hvað sé best að gera. Á ég að henda þessum veika í klósettið eða er eitthvað sem ég get gert? Finnst ekki gott að horfa uppá hann svona lasinn og að reyna að flýja undan hinum sem kroppa í hann á fullu.

Með von um einhver svör.

Hér er mynd af honum, reyndar svoldið dökk. Hann er alveg hvítur á endanum á sporðinum eða því sem eftir er af honum.
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ef þú vilt bjarga honum verður þú að taka hann frá og setja í sér búr.
Annars er það bara WC.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
gunnarfiskur
Posts: 298
Joined: 18 Jun 2008, 15:30

Post by gunnarfiskur »

ef þú ert ekki með annað búr reddaðu þá geymslu maður reynir allt tl að bjarga öllum fiskum
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ef hann er ekki veikur, bara verið að bögga hann þá myndi ég reyna að bjarga honum. alltaf gott að eiga sjúkrabúr handa fiskunum, ef veiki eða svona kemur upp á.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Lindared wrote:ef hann er ekki veikur, bara verið að bögga hann þá myndi ég reyna að bjarga honum. alltaf gott að eiga sjúkrabúr handa fiskunum, ef veiki eða svona kemur upp á.
Ég hugsa að hann sé ekki veikur nema náttúrulega bara sárin, hann alveg stekkur til og étur þegar ég er að gefa þeim að éta.
En ég á bara 20 L búr, ekki er það nóg??
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

já nóg handa honum í bili
Minn fiskur étur þinn fisk!
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Jæja, hann er kominn í litla búrið en hann fór bara beint á botninn og liggur þar á hliðinni. Ég efast um að hann lifi þetta af en ég reyndi þó. Hann er alveg ofsalega illa farinn á sporðinum :? Er eitthvað sem ég get sett í búrið til að hjálpa honum? Hjálpar saltið?

Takk fyrir svörin :)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

salt hjálpar alltaf :P
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

ulli wrote:salt hjálpar alltaf :P
Ok :D Skellti tveimur matskeiðum í vatnið, sjáum til hvað gerist.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Hann er farinn að synda í litla búrinu :D Vona að það þýði að hann muni meika þetta :)
Post Reply