Fékk mér þá:
3 sverðdraga - "Xiphophorus hellerii" (2 kvk og einn kk)
1 Ancistru - "Ancistrus dolichopterus"
2 Corydorur - "Corydoras aeneus"
Setti þessa fiska í búrið síðastliðinn þriðjudag, 12. ágúst, og núna í morgun var ein corydoran "belly up"/dáin neðst í búrinu, engir hvítir flekkir sjáanlegir og ekki að sjá að neitt amaði að, virkaði að vísu mun slappari en hin corydoran strax frá upphafi, eins og hún væri löt.
Hinsvegar okkur til mikillar ánægju komu strax í gær seyði frá önnum sverðdraganum og hurfu nú einhver í maga sverðdraganna strax en náðum að bjarga 8 seyðum sem eru í heimatilbúnu flotbúri, boxi utanaf eyrnapinnum með 2 litlum götum í botninum, myljum niður flögur fyrir þau og virðast þau stækka fljótt.

Er að velta fyrir mér næstu fiskakaupum, það sem mig/okkur langar í er í það minnsta:
Einn skala - Pterophyllum scalare (Erum pottþétt á að fá okkur einn þannig, líklegast marble)
ca. 3 platy - Xiphophorus maculatus
2-3 ancistrur í viðbót - "Ancistrus dolichopterus"
2-3 corydorur í viðbót - "Corydoras aeneus"
Jafnvel 5+ af neon tetrum til að fá meiri fjölbreytni í búrið.
Er að spá hvort þetta sé passlegt í þetta búr með möguleika á að bæta t.d. við eins og einni fiskategund við seinna meir?
Þá er ég líka að velta fyrir mér hitastiginu í búrinu, það rokkar smá milli ca. 26-28°c þó yfirleitt í 27°c án þess að hitarinn sé í gangi. Sumum virðist þykja það full hátt á meðan aðrir segja það í fullkomnu lagi, hvað segja fróðir menn hér?
Finnst gotfiskarnir spennandi þar sem þá er meira um að vera heldur en "bara" að horfa á þá synda um o.s.frv. og spurning hvort það séu fleiri tegundir sem þið mælið með, ætlum ekki að fá okkur guppy, í það minnsta ekki strax.
Þá er ég að velta fyrir mér hvort þið mælið með einhverjum öðrum fiski en corydorunum og ancistrunum til þess að halda búrinu hreinu? (erum ekki með neinn lifandi gróður í búrinu, eina plastplöntu, eitt hraun og glerdót)
Er líka að velta fyrir mér hvort eitthvað betra væri að vera með mosa eða eitthvað þess slags í búrinu, er með steina í botninum.
Veit að þetta eru margar spurningar, er búinn að skoða flest á spjallborðinu en ákvað að henda þessu inn samt sem áður þar sem þær upplýsingar sem ég hef fengið hafa verið mismunandi.