Ferksvatnsrækjur sem þörungaætur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Ferksvatnsrækjur sem þörungaætur

Post by Hrafnkell »

Ég hef lítið séð af ferskvatnsrækjum í fiskaverslunum. Margar tegundir af þeim reynast duglegar þörungaætur. Tegundir eins og Anamo rækjan (Caridina multidentat) og Red Cherry rækjan (Neocaridina heteropoda) eru þar á meðal.

Hefur einhver reynslu af þeim? Veit einhver til þess að þær séu keyptar inn af íslenskum dýrabúðum?
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Veit að Kiddi í Dýragarðinum er með rækjur í gróðursýningarbúrinu í búðinni.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef þurft að sérpanta þær þegar mér hefur vantað þær. Þær eru frekar dýrar miðað við útlöndin (amk 500kr stykkið). Hinsvegar eru þetta bestu þörungaætur sem ég hef haft - éta allan þörung. Þarft hinsvegar frekar margar rækjur og flestir fiskar éta þær með bestu lyst, þmt discusar, skalar og fleiri kvikindi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Cundalini
Posts: 329
Joined: 28 Jul 2008, 22:52
Location: Hfj

Post by Cundalini »

Neikvæða við rækjurnar er að þær þola illa meðul. :?
Post Reply