Nýstartað búr - vantar smá aðstoð

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Jss
Posts: 17
Joined: 12 Aug 2008, 15:10

Nýstartað búr - vantar smá aðstoð

Post by Jss »

Ég var nú bara að skrá mig hérna inn, var að starta 60 lítra búri síðastliðna helgi og setti í það fiska eftir að hafa haft aðeins vatn í því í 3 sólarhringa.

Fékk mér þá:

3 sverðdraga - "Xiphophorus hellerii" (2 kvk og einn kk)
1 Ancistru - "Ancistrus dolichopterus"
2 Corydorur - "Corydoras aeneus"


Setti þessa fiska í búrið síðastliðinn þriðjudag, 12. ágúst, og núna í morgun var ein corydoran "belly up"/dáin neðst í búrinu, engir hvítir flekkir sjáanlegir og ekki að sjá að neitt amaði að, virkaði að vísu mun slappari en hin corydoran strax frá upphafi, eins og hún væri löt.

Hinsvegar okkur til mikillar ánægju komu strax í gær seyði frá önnum sverðdraganum og hurfu nú einhver í maga sverðdraganna strax en náðum að bjarga 8 seyðum sem eru í heimatilbúnu flotbúri, boxi utanaf eyrnapinnum með 2 litlum götum í botninum, myljum niður flögur fyrir þau og virðast þau stækka fljótt. :)

Er að velta fyrir mér næstu fiskakaupum, það sem mig/okkur langar í er í það minnsta:

Einn skala - Pterophyllum scalare (Erum pottþétt á að fá okkur einn þannig, líklegast marble)
ca. 3 platy - Xiphophorus maculatus
2-3 ancistrur í viðbót - "Ancistrus dolichopterus"
2-3 corydorur í viðbót - "Corydoras aeneus"
Jafnvel 5+ af neon tetrum til að fá meiri fjölbreytni í búrið.

Er að spá hvort þetta sé passlegt í þetta búr með möguleika á að bæta t.d. við eins og einni fiskategund við seinna meir?

Þá er ég líka að velta fyrir mér hitastiginu í búrinu, það rokkar smá milli ca. 26-28°c þó yfirleitt í 27°c án þess að hitarinn sé í gangi. Sumum virðist þykja það full hátt á meðan aðrir segja það í fullkomnu lagi, hvað segja fróðir menn hér?

Finnst gotfiskarnir spennandi þar sem þá er meira um að vera heldur en "bara" að horfa á þá synda um o.s.frv. og spurning hvort það séu fleiri tegundir sem þið mælið með, ætlum ekki að fá okkur guppy, í það minnsta ekki strax.

Þá er ég að velta fyrir mér hvort þið mælið með einhverjum öðrum fiski en corydorunum og ancistrunum til þess að halda búrinu hreinu? (erum ekki með neinn lifandi gróður í búrinu, eina plastplöntu, eitt hraun og glerdót)

Er líka að velta fyrir mér hvort eitthvað betra væri að vera með mosa eða eitthvað þess slags í búrinu, er með steina í botninum.

Veit að þetta eru margar spurningar, er búinn að skoða flest á spjallborðinu en ákvað að henda þessu inn samt sem áður þar sem þær upplýsingar sem ég hef fengið hafa verið mismunandi.
Jóhann
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Margir mun fróðari en ég hérna en ég ætla samt að segja mína skoðun! Fyrsta lagi.... settirðu ekki eh bakteríuflóru í búrið? (t.d. Tetra safestart) ef ekki þá gætirðu lent í ammoníaksprengju eftir eh tíma sem drepur allt í búrinu. Það að einn fiskur drepist finnst mér ekkert skrítið, maður veit ekki hvernig er ástatt fyrir þeim áður en þeir koma í búrið og það að koma í nýtt búr (eða gamalt) er ákveðið sjokk.

Með tegundir þá gera corydoras gagn að því leiti að þeir hreinsa óétinn mat af botninum og ancistrur eru snillingar í þörungaáti, sem er örugglega ekki orðið vandamál ennþá :-)

Hitinn er soldið hár og ég mundi stilla hann lægra ef þú getur en ef það er svona heitt hjá þér (ljósið hitar líka) verða þá fiskarnir ekki að venjast því? Ég er með gullfiska í 24° sem er heldur hátt fyrir þá en þeir þrífast ágætlega. Veit ekki um neinn hér á landi með kælikerfi :roll: Það er helst að coryarnir og platy þoli illa svona hita en það þarf ekkert að vera.

Það að hafa javamosa er mjög fínt fyrir seiði til að fela sig í og þau hafa líka eitthvað að kroppa í mat sem festist í mosanum.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég myndi fara varlega i það að bæta við nýjum fiskum, betra að byrja smátt. bíða alla vega í nokkrar vikur með að bæta við nýjum fiskum. nýuppsett búr eru viðkvæmari fyrir sýkingum, þar sem flóran er ekki komin eðlilega (á fullu) af stað. byrjendur vilja oft yfirfylla búrin sín af fiskum um leið og búrið er komið upp og endar það oftast með því að fiskarnir verða veikir og drepast.

mér finnst hitinn alveg i lagi hjá þér. gott að hafa hann í 26 gráðum. ég er með bæði mín búr í 27-28 gráðum, fiskarnir höndla það alveg. stundum fer hitinn upp í 30 gráður, fiskarnir kippa sér ekkert upp við það.

gott að hafa Java mosa í búrinu fyrir seiðin til að fela sig í og kannski flotgróður.

oto, SAE og ancistur eru frábærar þörungaætur, því fleiri því betra :)

skalli getur ekki verið í þessu búri til frambúðar, þar sem skallar verða nokkuð stórir, auk þess sem þeim þykir seiði hinn besti matur.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Jss
Posts: 17
Joined: 12 Aug 2008, 15:10

Post by Jss »

gudrungd wrote:.... settirðu ekki eh bakteríuflóru í búrið? (t.d. Tetra safestart) ef ekki þá gætirðu lent í ammoníaksprengju eftir eh tíma sem drepur allt í búrinu.

Það að hafa javamosa er mjög fínt fyrir seiði til að fela sig í og þau hafa líka eitthvað að kroppa í mat sem festist í mosanum.
Ég setti "Stress coat" og "Stress Zyme" frá API í búrið um leið og ég setti vatnið í það, þetta síðarnefnda á að koma flórunni af stað. ;)

Varðandi javamosann og þá líka flotgróður, koma mikil óhreinindi af því?
Jóhann
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það koma svolítil óhreinindi af javamosanum því að óétinn matur og skítur gæti fests í honum. gott ráð er að binda mosan með tvinna við eitthvað og hann festir sig við hlutinn á einhverjum vikum, þá er hann ekki út um allt. hann fjölgar sér tiltölulega hratt. þetta er samt góður felustaður fyrir seiði.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply