Hvítblettir
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Hvítblettir
Ég er með lítið 60L búr. Í því höfðu verið lengi (2 ár) 3 gullbarbar. Fyrir 2 vikum ákvað ég að bæta við nokkrum fiskum og bætti við ryksugu fisk, 3 fimmrákabörbum og 3 sebra fiskum. Vatnsgæði búrsins voru í góðu jafnvægi fyrir komu nýju fiskana og hafa haldist þannig einnig. Aldrei í sögu búrsins sem er búið að vera til í 4 ár hefur komið upp hvítblettaveiki
Rúmri viku eftir að ég bætti fiskunum í fór að bera á hvítum blettum á fimmrákabörbunum. Fyrst leit þetta út eins og stakar loftbólur á þeim. Ég fór í búðina þar sem ég keypti þá og sá að fimmrákabarbarnir í búðinni voru allir eins. Ég benti á að fiskarnir mínir hefðu sömu einkenni og þessir í búðinni. Ég fékk lyf til að setja í búrið (Tetra ContraSpot) sem ég gerði. Það kom ekki í veg fyrir að fimmrákabarbarnir dóu einn af öðrum á 2-3 dögum. Ég sá að þetta var komið í ryksuguna og hún dó í gær. Nú sé ég bletti að koma á einn sebra fiskinn. Sem betur fer sér ekki en á gullbörbunum.
Hvað er rétt að gera. VIrkar lyfið ekki? Á ég að setja það aftur? Er þetta búið spil? Á ég að heimta endurgreiðslu úr búðinni því augljóslega kom þetta með nýjum fiskum? Má hita búrið upp í 30 gráður? Margar vefsíður segja að snýkjudýrið sem veldur hvítblettaveiki drepist við það.
Öll góð ráð vel þeginn.
Rúmri viku eftir að ég bætti fiskunum í fór að bera á hvítum blettum á fimmrákabörbunum. Fyrst leit þetta út eins og stakar loftbólur á þeim. Ég fór í búðina þar sem ég keypti þá og sá að fimmrákabarbarnir í búðinni voru allir eins. Ég benti á að fiskarnir mínir hefðu sömu einkenni og þessir í búðinni. Ég fékk lyf til að setja í búrið (Tetra ContraSpot) sem ég gerði. Það kom ekki í veg fyrir að fimmrákabarbarnir dóu einn af öðrum á 2-3 dögum. Ég sá að þetta var komið í ryksuguna og hún dó í gær. Nú sé ég bletti að koma á einn sebra fiskinn. Sem betur fer sér ekki en á gullbörbunum.
Hvað er rétt að gera. VIrkar lyfið ekki? Á ég að setja það aftur? Er þetta búið spil? Á ég að heimta endurgreiðslu úr búðinni því augljóslega kom þetta með nýjum fiskum? Má hita búrið upp í 30 gráður? Margar vefsíður segja að snýkjudýrið sem veldur hvítblettaveiki drepist við það.
Öll góð ráð vel þeginn.
Hækkaðu hitann rólega, ekki um meira en 1-2 gráður á dag.
Ef lyfin eru ekki að virka þá er mjög líklegt að vatnsgæðin hjá þér séu ekki góð. Því væri góð hugmynd að skipta um amk 50%, helst meira og setja svo lyfin í.
Einnig ef það er lítil hreyfing á yfirborðinu hjá þér þá borgar sig að setja loftstein eða eitthvað í á meðan lyfin eru í því þau eru þekkt fyrir að minnka súrefnið í vatninu.
Þessi lyf svínvirka ef það er farið eftir leiðbeiningunum og vatnsgæðin eru góð.
Ef lyfin eru ekki að virka þá er mjög líklegt að vatnsgæðin hjá þér séu ekki góð. Því væri góð hugmynd að skipta um amk 50%, helst meira og setja svo lyfin í.
Einnig ef það er lítil hreyfing á yfirborðinu hjá þér þá borgar sig að setja loftstein eða eitthvað í á meðan lyfin eru í því þau eru þekkt fyrir að minnka súrefnið í vatninu.
Þessi lyf svínvirka ef það er farið eftir leiðbeiningunum og vatnsgæðin eru góð.
Leiðinleg þessi blettaveiki.
Hér eru umræður um blettaveiki.
http://208.100.9.87/viewtopic.php?t=496
Hér eru umræður um blettaveiki.
http://208.100.9.87/viewtopic.php?t=496
Takk fyrir ábendingarnar.
Hvað á að salta mikið á lítra?
Annað. Fiskarnir eru að deyja einn og einn. Ég sé á þeim að þeir missa lit á búknum á svæðum og það virðist sem þeir missi getuna til að nota einn ugga fyrst svo þeir eiga erfitt með að stýra sér. Það sjást líka hvítir blettir á þeim.
Ég skipti um 50% vatnsins í gær til öryggis þó vatnið mælist fínt skv. strimli. Veit ekki alveg hvað er í gangi. Öll hjálp vel þegin.
Hvað á að salta mikið á lítra?
Annað. Fiskarnir eru að deyja einn og einn. Ég sé á þeim að þeir missa lit á búknum á svæðum og það virðist sem þeir missi getuna til að nota einn ugga fyrst svo þeir eiga erfitt með að stýra sér. Það sjást líka hvítir blettir á þeim.
Ég skipti um 50% vatnsins í gær til öryggis þó vatnið mælist fínt skv. strimli. Veit ekki alveg hvað er í gangi. Öll hjálp vel þegin.
Ég salta yfirleitt ríflega, ca. 1 matskeið á hverja 3-5 lítra.
Þetta sem er að angra fiskana hljómar eins og costía en gæti þó vel verið eitthvað annað. Þetta getur komið upp vegna þess að fiskarnir eru veikir fyrir vegna blettaveikinar og lyfjagjafar.
Er ekki örugglega gott vatnsflæði (súrefni) í búrinu.
Þetta sem er að angra fiskana hljómar eins og costía en gæti þó vel verið eitthvað annað. Þetta getur komið upp vegna þess að fiskarnir eru veikir fyrir vegna blettaveikinar og lyfjagjafar.
Er ekki örugglega gott vatnsflæði (súrefni) í búrinu.
Costía, hvað er það?
Það var bara svona filter dæla (tunna ofaní) og stúturinn örlítið uppúr til að hreyfa við vatninu. Ég skokkaði út í búð áðan og keypti loftdælu og stein til viðbótar. Sjáum hvað það gerir.
Ég saltaði 65gr í búrið, það er rúmlega gramm á lítrann.
Það er erfitt að mæla salt í rúmmáli eins og matskeið. Það er svo háð hvers konar salt er notað, þ.e. fín eða gróf korn etc.
Það var bara svona filter dæla (tunna ofaní) og stúturinn örlítið uppúr til að hreyfa við vatninu. Ég skokkaði út í búð áðan og keypti loftdælu og stein til viðbótar. Sjáum hvað það gerir.
Ég saltaði 65gr í búrið, það er rúmlega gramm á lítrann.
Það er erfitt að mæla salt í rúmmáli eins og matskeið. Það er svo háð hvers konar salt er notað, þ.e. fín eða gróf korn etc.
Á tjörvarsspjallinu er að finna ágætis þýðinu á helstu atriðum í sambandi við costíu og reyndar marga aðra sjúkdóma.
http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=12003
http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=12003
Fann þetta
http://www.fishdoc.co.uk/disease/costia.htm
Þetta lýsir nú hegðun fiskana vel og mörgun einkennunum. M.a. hef ég verið að sjá rautt í augum gullbarbana minna. Þeir annars hafa ekkert látið á sjá (sem betur fer!!).
Þetta er nú meira sullið sem hefur fylgt fiskunum sem ég keypti um daginn. Eiga fiskar ekki að vera í sóttkví áður en þeir eru seldir?
http://www.fishdoc.co.uk/disease/costia.htm
Þetta lýsir nú hegðun fiskana vel og mörgun einkennunum. M.a. hef ég verið að sjá rautt í augum gullbarbana minna. Þeir annars hafa ekkert látið á sjá (sem betur fer!!).
Þetta er nú meira sullið sem hefur fylgt fiskunum sem ég keypti um daginn. Eiga fiskar ekki að vera í sóttkví áður en þeir eru seldir?
Eitthvað virðist allar þessar aðgerðir vera að hjálpa.
Sebra fiskurinn eini sem var eftir af nýju íbúunum og virtist vera fara sömu leið er farinn að hreyfa sig meira og hefur eðlilegri litarraft.
Ég jók súrefnið (dæla), saltaði hressilega (endaði í 2g/L), hækkaði hitann og setti hvítblettalyfið.
En gullbarbarnir núna eru orðnir paranoid. Þeir fara í felur, eru örir, taka spretti o.s.fr. Á ég að hafa áhyggjur?
Sebra fiskurinn eini sem var eftir af nýju íbúunum og virtist vera fara sömu leið er farinn að hreyfa sig meira og hefur eðlilegri litarraft.
Ég jók súrefnið (dæla), saltaði hressilega (endaði í 2g/L), hækkaði hitann og setti hvítblettalyfið.
En gullbarbarnir núna eru orðnir paranoid. Þeir fara í felur, eru örir, taka spretti o.s.fr. Á ég að hafa áhyggjur?
Ætli barbarnir séu ekki bara stressaðir af öllu rótinu sem hefur verið í búrinu undanfarið.
Ég ætla að vona að þú hafir ekki keypt allt þetta dót, lofdælu, lyf osf. í sömu verslun og seldi þér fiskana, það er ef rétt er hjá þér að þeir hafi verið veikir í búðinni. Góður bisness að selja fólki veika fiska svo það komi aftur og kaupi fullt af drasli.
Ég ætla að vona að þú hafir ekki keypt allt þetta dót, lofdælu, lyf osf. í sömu verslun og seldi þér fiskana, það er ef rétt er hjá þér að þeir hafi verið veikir í búðinni. Góður bisness að selja fólki veika fiska svo það komi aftur og kaupi fullt af drasli.
Jæja best að segja hvernig sjúkrasagan endaði.
Ég s.s. saltaði búrið í 2g/L, hækkaði hitann upp í 28-29C úr 25C og setti Tetra ContraSpot í vatnið. Einnig keypti ég loftdælu og loftstein í botninn.
Mjög fljótlega eftir að saltið fór í og lyfið hresstist þessi eini zebra daníói augljóslga. Gullbarbarnir fóru í felur. Á 3-4 dögum varð zebrinn alheill og er eins og hann var áður (nema félagalaus). Gullbarbarnir eru hægt og rólega að taka gleði sína á ný.
Eftir á að hyggja má ég ábyggilega taka á mig hluta af orsökinni á þessum 2 veikindum (hvítblettir + costia) sem komu upp. Ljóst er þó að hvítblettaveikin fylgd með úr búðinni.
Ég er með 60L búr sem í hafa verið 3 gullbarbar í um 2 ár. Ég taldi því búrið vera í nokkuð góðu jafnvægi. Ég ákvað að hressa upp á það og bætti í 3 zebra daníóum, 3 fimmrákabörbum og ryksugu. Það voru trúlega mistök að bæta svona mörgum fiskum í þetta lítið búr í einu. Það hefur trúlega haft áhrif á vatnsgæðin og þar með heilsu fiskanna.
Allir þurfa þessir fiskar súrefni og það var bara filterdollan í búrinu sem gáraði vatnið, enginn loftdæla. Það getur þýtt að súrefni var af skornum skammti. Ég bætti líka við vatnaplöntu (var bara með plastplöntur) á sama tíma og fiskarnir fóru í. Hún þarf líka súrefni, sérstaklega á nóttunni. Það getur því verið að súrefnisstyrkur vatnsins hafi verið lágur á morgnana. Þetta gæti ásamt "ekki fullkomnum" vatnsgæðum (þó ég hafi nú aldrei mælt þau sérlega slæm) valdið óþarfa álagi á fiskana sem amk hjálpaði þeim ekki að jafna sig á þeim sjúkdómi sem þeir tóku með sér.
Hluti af skýringunni er því hugsanlega að finna hjá mér. Ég lærði þó af þessu. Hugsanlega geta aðrir lært af þessum skrifum.
Ég s.s. saltaði búrið í 2g/L, hækkaði hitann upp í 28-29C úr 25C og setti Tetra ContraSpot í vatnið. Einnig keypti ég loftdælu og loftstein í botninn.
Mjög fljótlega eftir að saltið fór í og lyfið hresstist þessi eini zebra daníói augljóslga. Gullbarbarnir fóru í felur. Á 3-4 dögum varð zebrinn alheill og er eins og hann var áður (nema félagalaus). Gullbarbarnir eru hægt og rólega að taka gleði sína á ný.
Eftir á að hyggja má ég ábyggilega taka á mig hluta af orsökinni á þessum 2 veikindum (hvítblettir + costia) sem komu upp. Ljóst er þó að hvítblettaveikin fylgd með úr búðinni.
Ég er með 60L búr sem í hafa verið 3 gullbarbar í um 2 ár. Ég taldi því búrið vera í nokkuð góðu jafnvægi. Ég ákvað að hressa upp á það og bætti í 3 zebra daníóum, 3 fimmrákabörbum og ryksugu. Það voru trúlega mistök að bæta svona mörgum fiskum í þetta lítið búr í einu. Það hefur trúlega haft áhrif á vatnsgæðin og þar með heilsu fiskanna.
Allir þurfa þessir fiskar súrefni og það var bara filterdollan í búrinu sem gáraði vatnið, enginn loftdæla. Það getur þýtt að súrefni var af skornum skammti. Ég bætti líka við vatnaplöntu (var bara með plastplöntur) á sama tíma og fiskarnir fóru í. Hún þarf líka súrefni, sérstaklega á nóttunni. Það getur því verið að súrefnisstyrkur vatnsins hafi verið lágur á morgnana. Þetta gæti ásamt "ekki fullkomnum" vatnsgæðum (þó ég hafi nú aldrei mælt þau sérlega slæm) valdið óþarfa álagi á fiskana sem amk hjálpaði þeim ekki að jafna sig á þeim sjúkdómi sem þeir tóku með sér.
Hluti af skýringunni er því hugsanlega að finna hjá mér. Ég lærði þó af þessu. Hugsanlega geta aðrir lært af þessum skrifum.
hvítblettaveiki getur blundað heillengi í búri án þess að fiskarnir smitist af henni.. svo þarf bara ofnæmiskerfið að veikjast af einhverjum orsökum og hún sprettur upp.
Þess má líka geta að plöntur nota svo lítið súrefni á nóttunni að það tekur því ekki tala um það. - Ekki nálægt því nóg til þess að það þurfi að bæta loftsteini í.
Þú sérð líka vel ef fiskum vantar súrefni, þeir byrja að anda hratt, og þegar það vantar illilega súrefni þá fara þeir í yfirborðið og eru þar.
Gott að þetta sé komið í jafnvægi hjá þér aftur samt.
Þess má líka geta að plöntur nota svo lítið súrefni á nóttunni að það tekur því ekki tala um það. - Ekki nálægt því nóg til þess að það þurfi að bæta loftsteini í.
Þú sérð líka vel ef fiskum vantar súrefni, þeir byrja að anda hratt, og þegar það vantar illilega súrefni þá fara þeir í yfirborðið og eru þar.
Gott að þetta sé komið í jafnvægi hjá þér aftur samt.