Jæja, ég ætla að koma með smá fréttir.
Fyrsta hygningin var ekki heppnuð. Kellingin át öll seiðin. Svo kom kallin og varð allveg öskureiður og allveg stór skaddaði hana. Vantaði stykki úr sporði og ugga hjá henni eftir ásárina

En hún er búin að ná sér núna, eftir að ég setti keramik pott ofan í til hennar, og ég gerði gatið það stórt að aðeins hún gat komist ofan í svo að hún hefði nú eitthvað skjól frá kallinum sínum.
Svo var ég að skipta um vatn hjá þeim í gær og kommst ég að því að það eru aftur komin seiði. Það skrítnasta var að þau voru öll ofan í pottinum, en kallin kommst ekki ofan í hann. Hvernig gat hann frjógvað eggin ?
En allavega, þá sendi hann Vargur mér pm og vildi fá að vita hvernig gengi með seiðin, ég sagði honum bara hvað gerðist og hann bauð mér að fá lánað 45l búr undir kellinguna. Núna er ég búin að sækja það og kellingin er komin ofan í. Búrið er staðsett fyrir neðan hittbúrið og var ekki pláss fyrir það annarstaðar, þannig að það er ekkert ljós hjá greyjinu, en ég redda því einvernvegin. Er í lagi að hafa dimmt hjá henni í kannski svona 4-5 daga, kannski styttra ?
Ég ætla bara að vona að kallin hugsi vel um seiðin en þau eru ekki farinn að synda frjálst um búrið ennþá. En ég vona að þau stækki hratt :/ ...
Kem með myndir fljótlega.
Kv.Hólmfríður