Grafa brúsknefjar?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Grafa brúsknefjar?

Post by Hrafnkell »

Á kvöldin þegar búið er að slökkva ljósin í búrinu og þau flestu í íbúðinni heyri ég oft skruðninga frá fiskabúrinu. Ég hef reynt að horfa á það og sjá eitthvað en ekki séð. Þetta hættir ef ég færi mig nálægt búrinu.

Hljóðið er svona eins og það rigni möl á gler.

Eini íbúi búrsins sem hefur stærð til þess að hreyfa hugsanlega við möl eða grjóti er brúsknefur. Er þekkt að þeir grafi í skjóli myrkurs?
hlb
Posts: 70
Joined: 16 Aug 2008, 20:25

Post by hlb »

Ég sé minn gera þetta, reyndar grefur hann sig ekki niður í sandinn, heldur riður sandinum frá steinum sem honum líst á að fela sig bak við. Eg er nú svo mikill byrjandi í þessu, þannig að ég veit ekki hvort þetta sé eðlileg hegðun :)
User avatar
gunnarfiskur
Posts: 298
Joined: 18 Jun 2008, 15:30

Post by gunnarfiskur »

er með brúskneg sem gerir holur kringum allt þegar ég slekk ljósið
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ætli hann sé ekki bara að leita sér að mat. brúskurinn minn riður möl til og frá þegar hann er að leita sér að mat og mölin kastast stundum i glerið.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

ég er með fínann sand í búrinu mínu og minn brúskur er oft eð þyrla honum um allt búr
er að fikta mig áfram;)
Post Reply