Á kvöldin þegar búið er að slökkva ljósin í búrinu og þau flestu í íbúðinni heyri ég oft skruðninga frá fiskabúrinu. Ég hef reynt að horfa á það og sjá eitthvað en ekki séð. Þetta hættir ef ég færi mig nálægt búrinu.
Hljóðið er svona eins og það rigni möl á gler.
Eini íbúi búrsins sem hefur stærð til þess að hreyfa hugsanlega við möl eða grjóti er brúsknefur. Er þekkt að þeir grafi í skjóli myrkurs?
Ég sé minn gera þetta, reyndar grefur hann sig ekki niður í sandinn, heldur riður sandinum frá steinum sem honum líst á að fela sig bak við. Eg er nú svo mikill byrjandi í þessu, þannig að ég veit ekki hvort þetta sé eðlileg hegðun