Afleggjarar af vatnaplötnum

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Afleggjarar af vatnaplötnum

Post by Hrafnkell »

Ég er með plöntuna Limnophila sessiliflora
(http://www.tropica.dk/productcard_1.asp?id=047)
í búrinu mínu. Hún sprettur ágætlega og ég þarf að fara að grisja hana.

Hvernig er best að klippa svona plöntur svo þær bara drepist ekki heldur haldi áfram að spretta?

Hvernig er best að taka afleggjara til að fjölga plöntunni? Bara klippa sprota og festa ofan í sandinn og þá skýtur hún rótum?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þú vilt fjölga henni tekur þú bara afleggjara. Eina er að þá er hætt við að plantan skjóti út sprota neðan við sárið og vaxi þá tveir stönglar áfram upp (svona eins og Y). Ef það fer í taugarnar á þér getur þú beðið eftir rótarskoti eða klofið legg af plöntunni og gróðursett annars staðar.
Post Reply