keli wrote:Þetta lítur fínt út, ætti alveg að ganga fínt. Hvað ætlarðu að hafa í búrinu og hvað er það stórt?
Varðandi lokið, þá gætirðu smíðað nýtt bara og jafnvel notað ljósin úr gamla lokinu. Ég t.d. smíðaði úr krossviði og finnst það koma ágætlega út.
Búrið var mér sagt vera 125L Það er 100x30x38 að mig minnir, sem eru ca 120L ekki satt?
nÍbúar

í búrið er alveg óákveðið, höfum ekki hugmynd hvað við viljum

Það er svo svakalegt úrval af fiskum til. Erum samt búnir að ákveða að hafa ekki Gubby og Gullfiska, ég var með svoleiðis fiska fyrir 30 og eitthvað árum, og mér fannst það ekki skemmtilegir fiskar.
Við viljum ekki hafa gróður í búrinu, þannig að fiskaval ræðst svolítið eftir því.
Ætlum á eftir að skreppa í krísuvík og Grindavík, að finna steina og eitthvað í búrið, en hugmyndin er að hafa þetta einfalt og íslenskt

erum t,d með perlusand frá BM vallá í búrinu, skoluð og soðin kemur bara fínt út sýnist mér. Hefði kannski át að setja aðeins meira í búrið, geri það kannski, á einhver 20 kg eftir í pokanum
Ljósamál, þau eru í vinnslu

fer allt eftir kostnaði hvernig það verður leyst.