loftdæla í seiðabúri?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

loftdæla í seiðabúri?

Post by Fiasko »

Eins gúbbýkerling er að gjóta í augnablikinu, og ég var að spá.

Er gott að hafa loftdælu í seiðabúri, eða er það verra fyrir seiðin?

Er ekki með hreinsidælu í seiðabúrinu, er það öruglega ekki í lagi líka? :D
Skvísa
Posts: 13
Joined: 17 Aug 2008, 17:17
Location: Akureyri =)

Post by Skvísa »

Ég í raun hef ekki hugmynd um hvort að það sé nauðsinlegt =/

Vildi bara óska þér til hamingju með gúbbuna =) :oops: :D
Litlu Dúllurnar mínar =)
Viki
Posts: 106
Joined: 16 Apr 2008, 18:05

Post by Viki »

Ég er ekki með hreinsidælu í seiðabúrinu mínu. Er bara með 2 ancistrur til að hreynsa og nokkra eplasnigla. Það hefur gengið vel með mín seiði. Ég er samt með hitara og loftdælu hjá seiðunum.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jú, það er fínt að hafa loftdælu.

Það er í lagi að hafa ekki hreinsidælu en vertu duglegur að skipta um vatn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Fiasko
Posts: 90
Joined: 02 Jun 2008, 23:39

Post by Fiasko »

Ég er með hitara hjá seiðunum og möl í botninum. Er óhætt að hafa ancistrur með seiðunum? Étur hún ekki seiðin?
En eru þá koparryksugur eða aðrir hreynsifiskar að virka með seiðum líka?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ancisturnar éta ekki seiðin, nema þau séu dauð, efast stórlega um að corydoras fari að eltast við seiði. myndu líklega frekar éta hrogn en ekki frísyndandi seiði.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply