Ég setti um hálft kíló af salti í 210 lítra búr í gærkvöldi. Í morgun var komið vatn tölvert fram á gólf og kom það úr Rena XP3 tunnudælunni. Ég hafði einnig hreinsað dæluna fyrr um kvöldið.
Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé möguleiki á því að þrýstingur aukist inni í dælunni við það að skella salti beint út í búrið.
Ég tók dæluna strax úr sambandi og tengdi hana ekki fyrr en um hádegisbilið í dag og enginn leki er sjáanlegur núna.
Hvað segja aðrir hér, hafið þið lent í einhverju svona eftir saltbætingu?
Getur salt aukið þrýsting í tunnudælu?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Nei, ég er ekki handviss, en nokkuð viss um að hún hafi verið vel lokuð. Þegar ég tek dæluna úr sambandi þá lokast sjálfkrafa fyrir vatn frá búrinu, þetta er líklega svoleiðis í flestum tunnudælum. Það sem kom mér á óvart þegar ég tók stykkið sem slöngurnar eru festar við frá dælunni, það myndast smá skál í lokinu þegar stykkið er komið frá, var það hve mikið vatn var þar miðað við áður.
Ég er búinn að senda spurnigu inn á Vísindavefinn varðandi þetta. Ég pósta svarinu hér þegar það kemur. Þarf líklega að bíða í ár eftir svari þaðan.
Ég er búinn að senda spurnigu inn á Vísindavefinn varðandi þetta. Ég pósta svarinu hér þegar það kemur. Þarf líklega að bíða í ár eftir svari þaðan.
Það er eins gott að hafa góða biðlund en það verður fróðlegt að sjá hvað þeir segja.Rodor wrote:Ég er búinn að senda spurnigu inn á Vísindavefinn varðandi þetta. Ég pósta svarinu hér þegar það kemur. Þarf líklega að bíða í ár eftir svari þaðan.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Þar sem þú talar um að það sé vatn ofan í hólfinu þar sem slöngu tengið fer í, þíðir það að hausinn á dælunni hefur alveg lokast nægilega vel en ekki hjá slöngu tenginu, þar eru litlir O-Hringir/þétti hringir sem geta smitað vatn ef smá óhreinindi eru á þeim, við það byrjar hausinn á dælunni að fyllast af vatni
Svona dælur þola hellings þrísting þannig að saltað vatn hefur lítið sem engin áhrif á dæluna
Lykil atriðið við að setja tunnudælu saman eftir þrif er að skola O-hringina/Þétti hringina vel og nudda þá smá, og skipta út þegar þeir eru farnir að morkna
Svona dælur þola hellings þrísting þannig að saltað vatn hefur lítið sem engin áhrif á dæluna
Lykil atriðið við að setja tunnudælu saman eftir þrif er að skola O-hringina/Þétti hringina vel og nudda þá smá, og skipta út þegar þeir eru farnir að morkna
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Takk kærlega fyrir góðar upplýsingarSquinchy wrote:Þar sem þú talar um að það sé vatn ofan í hólfinu þar sem slöngu tengið fer í, þíðir það að hausinn á dælunni hefur alveg lokast nægilega vel en ekki hjá slöngu tenginu, þar eru litlir O-Hringir/þétti hringir sem geta smitað vatn ef smá óhreinindi eru á þeim, við það byrjar hausinn á dælunni að fyllast af vatni
Svona dælur þola hellings þrísting þannig að saltað vatn hefur lítið sem engin áhrif á dæluna
Lykil atriðið við að setja tunnudælu saman eftir þrif er að skola O-hringina/Þétti hringina vel og nudda þá smá, og skipta út þegar þeir eru farnir að morkna
Ég hef enga trú á því að þetta sé saltinu að kenna. Giska frekar á einhver óhreinindi eins og squinchy segir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net