jæja þá kom ég mér í að endurskipuleggja búrið (og ekki í fyrsta sinn). veiðiskapur tók sinn tíma og svo (þökk sé ikea) þá rúllaði ég búrinu/skápnum til og frá.
að megninu til hélt allt "skraut" sér í búrinu það er rótin, hálfa kókoshnetan (með nýtt hlutverk), mosinn og 2.5 kg af sandi, viðbætur voru þessar: 2 m bambus (kliptur í hæfilega lengd 5 - 20 cm parta) hellingur af steinum sem strákurinn hefur dregið að síðastliðið ár og 2.5 kg sandur og gamal horn hellir sem ég fann í einhverjum kassa hjá mér.
nýja hlutverk kókoshnetunar er að það safnaðist svo mikið af tættum gróðri í intakið á hreinsidælunni að ég bjót til hlíf úr henni (það er hnetunni)
það væri ekki verra að skella myndum af þessu við tækifæri en vélinn er týnd.
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð sem er núna DAUÐ
naggur wrote:
nýja hlutverk kókoshnetunar er að það safnaðist svo mikið af tættum gróðri í intakið á hreinsidælunni að ég bjót til hlíf úr henni (það er hnetunni)
Passaðu bara að takmarka ekki flæðið í gegnum dæluna