Hvítt vatn, vond lykt og slímugt gler
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Hvítt vatn, vond lykt og slímugt gler
Ég er að berjast við þetta í frontósubúrinu hjá mér þessa dagana, þ.e. mér finnst vatnið vera hvítt, það er óþægileg lykt og glerið er aðeins slímugt að innan.
Ég varð vör við þetta í seinustu viku og gerði þá góð vatnsskipti og nú viku seinna er þetta orðið svona aftur.. eða var áðan, ég er búin að skipta um vatn.
Hvaða meðferð ætti ég að beita til að losna við þetta?
Ég varð vör við þetta í seinustu viku og gerði þá góð vatnsskipti og nú viku seinna er þetta orðið svona aftur.. eða var áðan, ég er búin að skipta um vatn.
Hvaða meðferð ætti ég að beita til að losna við þetta?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Er hvítt vatn ekki oft vegna of mikils sólarljóss? þetta var að byrja hjá mér í vor þegar fór að koma meiri sól og það lagaðist þegar ég passaði að draga alltaf fyrir þegar ég fór í vinnuna. Tek fram að það skín ekki beint á búrið, bara birtir í stofunni. Las þá að til að losna við þetta væri hægt að myrkva búrið í nokkra daga.
Minnir lyktin á eitthvað? Er þetta eins og fúl egg/prump? Ef svo er, þá vantar súrefni í botnlagið og rotnunin þar er orðin loftfyrrð.
Hvítt vatn segir að eitthvað sé í vatninu sem dreifir því ljósi sem í gegnum það fer, þe agnir. Trúlegast er að þessar agnir séu einhverjar örverur, t.d. bakteríur, þörungur eða aðrar frumstæðar vatnalífverur. Annar möguleiki er að þú sért með gamalt plastblóm/skreytingu í búrinu sem er farið að leka út mýkingarefnum. Það myndi þó ekki skýra lyktina en mikill örverublómi gæti gert það.
Slímið er bakteríur eða þörungur myndi ég halda.
Er dauður fiskur bak við stein að rotna?
Botninn er vel hreinsaður reglulega geri ég ráð fyrir?
Er þetta gróðri vaxið búr?
Hefurðu mælt nitrit og nitrat t.d. með strimli nýlega (þó þessi strimilpróf séu ansi ónákvæm).
Bara meiri og meiri vatnsskipti þar til þetta hverfur eða þú áttar þig á þessu held ég (þar sagði ég ekkert sem þú ekki vissir fyrir
Hvítt vatn segir að eitthvað sé í vatninu sem dreifir því ljósi sem í gegnum það fer, þe agnir. Trúlegast er að þessar agnir séu einhverjar örverur, t.d. bakteríur, þörungur eða aðrar frumstæðar vatnalífverur. Annar möguleiki er að þú sért með gamalt plastblóm/skreytingu í búrinu sem er farið að leka út mýkingarefnum. Það myndi þó ekki skýra lyktina en mikill örverublómi gæti gert það.
Slímið er bakteríur eða þörungur myndi ég halda.
Er dauður fiskur bak við stein að rotna?
Botninn er vel hreinsaður reglulega geri ég ráð fyrir?
Er þetta gróðri vaxið búr?
Hefurðu mælt nitrit og nitrat t.d. með strimli nýlega (þó þessi strimilpróf séu ansi ónákvæm).
Bara meiri og meiri vatnsskipti þar til þetta hverfur eða þú áttar þig á þessu held ég (þar sagði ég ekkert sem þú ekki vissir fyrir
Ég leyfi mér að halda því fram að UVC ljós sé málið.
Þau draga allavega úr vexti á þörungagróðri, örverum, bakteríum ofl.
Flest sem fer framhjá þessum ljósum á réttum rennslishraða drepst.
Ég hef einu sinni opnað hylkið utan um ljósið eftir nokkurra mánaða notkun. Ég hélt að það væri komin svona brún slikja innan í það eins og er á slöngunni sem kemur frá því. En það var tandurhreint!
Þau draga allavega úr vexti á þörungagróðri, örverum, bakteríum ofl.
Flest sem fer framhjá þessum ljósum á réttum rennslishraða drepst.
Ég hef einu sinni opnað hylkið utan um ljósið eftir nokkurra mánaða notkun. Ég hélt að það væri komin svona brún slikja innan í það eins og er á slöngunni sem kemur frá því. En það var tandurhreint!
Eftir símtal við góðan og fróðan mann er ég nokkuð viss um að þetta er bakteríusýking.
Ég ætla að salta aðeins og fylgist svo með þróuninni, skipti um vatn aftur ef með þarf.
Eru þessi UVC ljós þá ekki líka að drepa það sem gott er í búrinu, flóruna o.þ.h?
Ég ætla að salta aðeins og fylgist svo með þróuninni, skipti um vatn aftur ef með þarf.
Eru þessi UVC ljós þá ekki líka að drepa það sem gott er í búrinu, flóruna o.þ.h?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Ég bjóst við þessari spurningu. Og svarið er nei. Það drepur lífverur en ekki alla flóruna.Ásta wrote: Eru þessi UVC ljós þá ekki líka að drepa það sem gott er í búrinu, flóruna o.þ.h?
Góðu bakteríurnar vinna sína vinnu í dælunni og hafa þar mikið yfirborð til þess að fjölga sér og þar brjóta þær niður skaðleg efni. Og auðvitað drepur ljósið þær bakteríur sem fara fram hjá því og spyr ekki hvort þær gera gott eða vont, en það drepur aldrei það sem er inni í dælunni eða búrinu. Flóran lifir áfram! Ljósið drepur bara það sem það skín á, sem verður þá bara dautt lífrænt efni, sem fer út í búrið. Búrið verður áfram með sína bakteríuflóru svo og dælan. Ljósið er bara á einum litlum stað í hringrás vatnsins, sennilega kemst vatnið í hylkinu fyrir í kaffibolla.
Mér skilst að þeir í Dýragarðinum séu með svona ljós á öllum sínum búrum. Tékkaðu á því hjá þeim hvort þetta er gott.
Hér er alveg svakalega fín grein um uvc sem ég fann á google
http://www.americanaquariumproducts.com ... ation.html
http://www.americanaquariumproducts.com ... ation.html
Fyndiðhlb wrote:Hér er alveg svakalega fín grein um uvc sem ég fann á google
http://www.americanaquariumproducts.com ... ation.html
Ég var einmitt að gúgla núna og fann það sama og ætlaði að senda hingað.
Hér er útdráttur úr greininni.
Ultra violet sterilization is one of the most effective means of disease prevention in aquariums and ponds and for general water quality control in aquariums and ponds.
Ég hef stundum verið að hugsa um hver er hagur söluaðila.Hrafnkell wrote:Þótt greinin sé ábyggilega fín er rétt að minna á að hún er birt á vef aðilla sem hefur hag af því að sannfæra fólk um ágæti þessara græja og selja þau.
Það er kannski meiri hagur af því að benda fólki á lyfin heldur en ljósin!