Kominn í 300l. [Nýjar myndir!]

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Rauðleitar... Sterki rauði liturinn er af því að tveir fiskarnir mínir eru hjón og mikið í að "frjógvast". Hinir eru Eru með meira bláu, en auðvitað rauðleitir líka. Sterkir litir í þeim öllum.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

geta verið nokkur pör saman í búri?
og á hvað fengi ég þær?..
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Plöntunar eru mest likur úr Echinodorus - ætt. Samála þér sliplips.

Echinodorus bleheri / E. ocelot 'green' / E. osiris / E. amazonicus/ E.palaefolius/ E. tricolor

hér eru nokkrar möguleiki :D
senda link með frá plöntuframleiðandi með lýsingu og mynd
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

gott að setja þá linkinn þá lika með

http://www.tropica.dk/default.asp?languageguid=en
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

hahahaha
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

já auðvitað. Það er sjaldan hægt að spá hvort svona gangi upp. Yfirleitt gerir það það en kosturinn við að hafa fleiri en 3 þá geta fiskar hugsanlega parað sig saman eða ef þú sérð einhvern sem er ekki að passa saman við restina þá getur þú alltaf selt eða skipt honum. Þannig er síkliðubransinn.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

já veistu.. ég sætti mig það sem mér er sagt.. :roll: hehe
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Birkir wrote:já auðvitað. Það er sjaldan hægt að spá hvort svona gangi upp. Yfirleitt gerir það það en kosturinn við að hafa fleiri en 3 þá geta fiskar hugsanlega parað sig saman eða ef þú sérð einhvern sem er ekki að passa saman við restina þá getur þú alltaf selt eða skipt honum. Þannig er síkliðubransinn.
já skil..

en þú kannski segir mér verð og staðsetningu þína svo ég geti klárað að pæla í þessu..? :wink:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Er í Rvk. Ég skal finna verð ef ég ákveð að tíma að láta þig fá þær.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Fór í fiskabúr.is í gær og verslaði mér þrjá fiska.

1 Albino brúsknef
2 Rauða óskara


Skelli inn myndum eftir helgi.


Ein spurning hér, er eðlilegt að óskararnir séu svona voðalega feimnir þegar þeir fara first í búrið?

Mínir fóru bara niður á botn og út í horn og voru eins og þeir væru að drepast og ég var með alveg hnút í maganum ég var svo stressaður yfir þessu!.. :oops:
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Mr. Skúli wrote:
Ein spurning hér, er eðlilegt að óskararnir séu svona voðalega feimnir þegar þeir fara first í búrið?

Mínir fóru bara niður á botn og út í horn og voru eins og þeir væru að drepast og ég var með alveg hnút í maganum ég var svo stressaður yfir þessu!.. :oops:
mjög eðlileg hegðun hjá óskar í nýju búri og kæmi mér ekki á óvart þó þeir myndu ekki heldur éta fyrstu vikuna . en fylgstu samt með þeim .
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

jújú þeir fóru að éta bara eftir klukkutíma eða eitthvað og þá fóru þeir að hressast!.. :)
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

gott mál . . !
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Tók nokkrar myndir af nýbúunum.

Ég verð bara að segja að það er fáránlegt að ég hafi ekki fengið mér óskar fyrr!.. ég alveg hreint dýrka þessa fiska!.. ógeðslega skemmtilegir! :D

Myndir:

Image
Ekkert voða góð mynd en samt sem áður þá sýnir hún óskarana mína.

Image
Óskararnir aftur

Image
Albínóinn á rótinni sinni.

Image
Gibbinn flotti flotti!

Myndirnar eru svoldið leiðinlegar því það er svona tuskuryk á búrinu og svo hafði ég lítinn tíma til að taka myndirnar:/

og eitt enn! GETUR EINHVER SELT MÉR XD MINNISKORT?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér finnst gibbar með flottustu botnfiskum sem hægt er að fá.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

gibbar eru ógeðslega fallegir!..

það sem mér vantar núna er bara eitt búr með riiiisa botni!.. nóg sundpláss fyrir pictusa og sugur og hákarla og svona:D og svo þarf það að vera soldið hátt svo óskararnir fá nóg pláss uppi :lol:

t.d. búrið með kóröllunum í dýragarðinum.. nema mitt þarf að vera helmingi hærra!.. hver er til í að stryrkja mig?.. :P
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

smá uppdate, ég skellti í búrið í gær einum senegalusi sem ég fékk í fiskabúr.is og nokkrum gúbbý fyrir herra pictus en neei hann fékk ekkert heldur áta litlu óskararnir mínir þá ALLA :O og þetta voru ekkert allt einhverjir pínu gúbbýar!.. en jæja.. ég verð bara að fara að rækta til að skella í búrið fyrir litlu kappana!..

skelli inn myndum af senegalus seinna, en er ekki alveg svo viss með gúbbýana! :lol:
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Jæja, þá var ég að fækka enn meira í búrinu, núna var það Pictusinn :( er farinn að sjá pínu eftir honum, en núna verða óskararnir ekki jafn stressaðir.

Svo á morgun koma demantssíkliðurnar. :D
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

í dag er nú búið að bæta hressilega í búrið!..

fór í gær í fiskabúr.is og náði mér í:

3x 1cm brúsknefi
1x 3cm brúsknef
2x íslenska ála

og svo eftir fundinn:

20x neon tetrur
1x 4cm albino gibbiceps
3x 5cm demantssíkliður (Birkisfiskar)

ég er ekki alveg klár á því hvað er mikið eftir af neon tetrum lengur, demantarnir og óskararnir fóru á spítt tripp þegar þær komu! :lol:
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Update!

Jæja ég er mikið búinn að bæta og breyta frá síðasta updatei.

Staðan er núna svona í búrinu:

2x Red óskar
3x Demantssíkliður
2x íslenskir álar
4x Mogurnda mogurnda (ástralskir)
6x brúsknefir (2 stórir og 4 litlir)
2x gibbar (einn venjulegur og einn albino)
2x kuhli álar
1x senegalus (held ég)
1x rauðuggahákarl

23 stykki í búrinu!

svo í breytti ég aðeins uppstyllinguni í búrinu og læt nokkrar myndir flakka með þessu nýja og svona.

Image
svona er búrið í dag, soldið meira sundpláss og svona!

Image
ástralinn að skoða sig um "put a shrimp on the barbie ay!"

Image
stærri álinn eitthvað að kíkja útúr condoinu sínu!..

Image
og svo er demanturinn að passa að ég éti ekki hrognin sín..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Voða fínt !
Ná álarnir eitthvað að grafa sig í mölina hjá þér ?
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

já þeir eru meirihlutann af deginum í sandinum!..
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Og eru álarnir alveg sáttir við að búa í svona heitu vatni? Hvað éta þeir?
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

þeir eru hinir sáttustu!.. þeir éta mest bara matinn frá ryksugunum.. :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, þetta er aldeilis orðið flott hjá þér þér.
(Þú býður ekki stelpunum heim að skoða frímerkjasafnið þitt heldur fiskasafnið :wink: )
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

újé, þótt það sé nú bara ein stelpa sem ég bíð heim.. :)
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Þegar ég kom heim í gær eftir að ég var búinn að setja ástralana í búrið, þá stóð einn þeirra hálfur útúr óskari :cry:

þannig að ég þarf að setja þá í smá fitun í litla búrið og fara að kaupa fleyri!

Hlynur! ég kem og kaupi restina af þeim á eftir!.. Be ready!.. :lol:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Óskarar eru duglegir við að éta hluti sem passa uppí þá... Það hefur t.d. drepist óskar hjá mér sem reyndi að éta ankistru sem var svipað löng og hann.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

já ég held að óskarinn hafi verið svona c.a. einum cm. stærri en ástralinn..:/
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það eru myndir hjá Guðjóni þar sem hann gómaði einn af sínum óskurum étandi brichardi.
Gott ef Ólafur í Kef dró ekki roapfish út úr einum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply