Ég er með 65 lítra búr með 3 sverðdrögum, 2 platy, 3 ancistrum, 1 coryodoru og 1 skala. Var reyndar að bætast við einn black ghost í gær, föstudag, sem ég fékk í afmælisgjöf. (Veit að black ghost getur orðið mjög stór, tek á því þegar þar að kemur, stækka yfirleitt hægt)
Vatnsskipti hafa farið fram vikulega og skipt um ca. 15-20% af vatninu í hvert skipti og þar sem búrið var bara sett upp fyrr í mánuðinum, fyrir ca. 3 vikum (rúmlega) þá höfum við sett smá "stress zyme" og "stress coat" með í vatnsskiptunum skv. leiðbeiningum.
Ekki bestu myndirnar en henni virðist ekki vera vel við myndavélina.