Powerhead

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Powerhead

Post by Toni »

Góðann daginn, ég var að pæla að fá mér powerhead... Er það kannski aldrei sett í ferksvatnsbúr ? langar í meiri hreyfingur í gróðurinn og annað í búrinu..

Er ég bara rugla eitthvað eða er þetta bara í sjávarbúr ?
bibbinn
Posts: 156
Joined: 19 Feb 2008, 21:30
Location: brh

power head

Post by bibbinn »

það er alveg hægt að nota það í ferskvatn ef þú vilt fá meiri hreyfingu á vatnið
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Powerhead er fínt fyrir fiskana en ekkert sérstaklega æskilegt í gróðurbúr.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Vargur wrote:Powerhead er fínt fyrir fiskana en ekkert sérstaklega æskilegt í gróðurbúr.
Það virðast skiptar skoðanir á því eins og öðru :)

Það ætti einmitt að vera fínt að fá meiri hreyfingu á vatnið til að tryggja að CO2 dreifist sem best um búrið og að plöntunum, sama á við næringarefni.
Þéttvaxnar plöntur draga úr hreyfingu vatnsins og ganga staðbundið á næringarefni.

Ég sé vissa þörunga byrja að vaxa hjá mér þegar gróður er orðin það þéttur að vatnsstreymi takmarkast.

Sjá þennan þráð. Sannfærandi mælingar um ágæti þess að hafa góða hreyfingu á vatninu í gróðurbúrum.
Post Reply