Komið sæl.
áhvað að búa til þráð fyrir spurningar sem ég mun sjá mig knúinn til að spyrja um í framtíðinni varðandi gotfiska(svona til að ég fylli ekki allt af nýjum þráðum)
Ég er með 20-30 gúbbýseiði sem ég hef verið að fiska uppúr "stóra" búrinu hjá mér og fært yfir í seiðabúr síðustu 2 vikur.
Það sem ég er að spá, er hvort ekki séu þónokkur afföll af gúbbýseiðum?
Eða komast flest á "fullorðins" aldur sem nást frá stóru fiskunum?
Vona að spurningin skiljist
Spurningaþráður Fiasko :D
mín reynsla... þónokkur afföll. Seiði sem þrífast ekki þ.e. éta ekki og stækka ekki, eitthvað drepst án þess að það sjáist neitt á þeim og síðan eitthvað af seiðum sem virðast bara vera hálf vansköpuð, skakkur hryggur eða eitthvað sem gerir það að það jafnvel borgar sig að "grisja" þau úr hópnum. Ef þú vilt enda með fallega og hrausta fiska þá borgar sig að vera dálítið miskunnarlaus.
Af 30 mundi ég að segja að það væru um 10 kannski 15 jafnvel sem að eru fallegir og 100%
Ef að einhver er með skakkt bak, skrítinn munn, þá er ekkert verra bara að sturta þessu eða gefa stærri fiskum
Fóðrun, vatnsskipti og það allt skiptir meira máli ef að þú vilt að þau stækki hraðar.
Auðvitað drepast aðeins færri ef að þú ert með dælu hjá seiðunum.
Ef að einhver er með skakkt bak, skrítinn munn, þá er ekkert verra bara að sturta þessu eða gefa stærri fiskum
Fóðrun, vatnsskipti og það allt skiptir meira máli ef að þú vilt að þau stækki hraðar.
Auðvitað drepast aðeins færri ef að þú ert með dælu hjá seiðunum.
400L Ameríkusíkliður o.fl.