Guppyræktun
Guppyræktun
Ákvað að setja inn gamla grein hér eftir mig þar sem að áhuginn á guppræktun er greinilega að aukast.....
Ákvað að setja inn smá grein um það hvernig gott er að rækta
show guppy fiska á áhrifamikinn hátt...grein þessi er þýdd af nokkrum greinum sem að ég hef lesið mig til um á netinu ásamt öðrum upplýsingum sem að ég hef sankað að mér. Í þessari grein stikla ég á stóru og fer mjög takmarkað í “fræðin” en kem þessu vonandi á einfaldan hátt frá mér.
Langar þig að rækta stóra fallega “show guppy” ?
Til þess þarftu mikla þolinmæði og aga. Það sem skiptir mestu máli er að byrja rækta fiska undan góðum guppy “ræktunar stofni” – stofni sem að eru sömu “týpur” þ.e.a.s bæði kallinn og kerlingin.
Þetta eru stofnar sem hægt er að nálgast erlendis en einnig eru nokkrir aðilar hérna á klakanum sem að eru að rækta flotta guppy og hjá þeim væri kannski möguleiki á að fá réttu fiskana ???
Byrjaðu á því að ákveða litinn á fiskunum sem að þig langar að rækta. Með u.þ.b. sex til átta lítil fiskabúr (10 lítra – 20 lítra og 40 lítra) ættir þú að geta ræktað flotta gæða“show guppy” þ.e.a.s einn lit.
Settu fyrsta stofninn þinn í t.d. 20 lítra búr og hafðu þá þar, þar til að fyrsta kellan er tilbúin í að gjóta. Færðu þá þá kerlingu í sérstakt gotbúr og láttu hana gjóta þar.
Eftir að fyrstu seiðin eru komin (í 10 l búri) gefðu þeim þá oft að borða á hverjum degi, allt að því sex sinnum á dag er gott mál. Gefðu þeim gæða fæði, þ.e.a.s. artemíu og fínmalað gæða fiskafóður. Eftir u.þ.b. þrjár vikur er gott að færa seiðin í stærra búr c.a. 20 lítra og halda áfram að gefa þeim oft á dag. Þú þarft að þrífa skítinn og þann mat sem ekki er borðaður af botni búrsins á 2-4 daga fresti. Skiptu um vatn í búrunum 1-2 í viku - 35-60 %.
Taktu öll seiði sem að vaxa hægt og öll seiði sem að eru ekki með rétta formið og hentu þeim eða settu í eitthvað annað búr þar sem að þú getur alið þau upp og séð hvað verður úr þeim.
Eftir um tvo mánuði áttu að hafa fiskana í stærra búri c.a. 40 lítra og ekki hafa fleiri en 12-15 fiska í hverju 40 lítra búri. Hafðu kalla og nokkrar kellur saman í hverju búri.
Eftir um þrjá mánuði getur þú svo valið fiska sem að þú heldur áfram að rækta undan.
Einfaldar reglur til þess að fara eftir eru:•
Góður ræktunarstofn til þess að byrja með
• Artemía sem fóður
• Gæða fínmalað fiskafóður
• Ör vatnaskipti
• Losa sig við “lélegu” fiskana
Ef þessu er fylgt ættir þú að geta ræktað flotta show guppy.....
Vonandi hjálpar þetta einhverju þarna úti sem að er að fikra sig áfram í guppyrækt...
Þetta er í raun kallað show guppy þar sem að erlendis eru haldnar sýningar og keppnir í guppyrækt....og þangað komast bara fallegustu og bestu fiskarnir....og hljóta þaðan nafnið SHOW GUPPY.
Ákvað að setja inn smá grein um það hvernig gott er að rækta
show guppy fiska á áhrifamikinn hátt...grein þessi er þýdd af nokkrum greinum sem að ég hef lesið mig til um á netinu ásamt öðrum upplýsingum sem að ég hef sankað að mér. Í þessari grein stikla ég á stóru og fer mjög takmarkað í “fræðin” en kem þessu vonandi á einfaldan hátt frá mér.
Langar þig að rækta stóra fallega “show guppy” ?
Til þess þarftu mikla þolinmæði og aga. Það sem skiptir mestu máli er að byrja rækta fiska undan góðum guppy “ræktunar stofni” – stofni sem að eru sömu “týpur” þ.e.a.s bæði kallinn og kerlingin.
Þetta eru stofnar sem hægt er að nálgast erlendis en einnig eru nokkrir aðilar hérna á klakanum sem að eru að rækta flotta guppy og hjá þeim væri kannski möguleiki á að fá réttu fiskana ???
Byrjaðu á því að ákveða litinn á fiskunum sem að þig langar að rækta. Með u.þ.b. sex til átta lítil fiskabúr (10 lítra – 20 lítra og 40 lítra) ættir þú að geta ræktað flotta gæða“show guppy” þ.e.a.s einn lit.
Settu fyrsta stofninn þinn í t.d. 20 lítra búr og hafðu þá þar, þar til að fyrsta kellan er tilbúin í að gjóta. Færðu þá þá kerlingu í sérstakt gotbúr og láttu hana gjóta þar.
Eftir að fyrstu seiðin eru komin (í 10 l búri) gefðu þeim þá oft að borða á hverjum degi, allt að því sex sinnum á dag er gott mál. Gefðu þeim gæða fæði, þ.e.a.s. artemíu og fínmalað gæða fiskafóður. Eftir u.þ.b. þrjár vikur er gott að færa seiðin í stærra búr c.a. 20 lítra og halda áfram að gefa þeim oft á dag. Þú þarft að þrífa skítinn og þann mat sem ekki er borðaður af botni búrsins á 2-4 daga fresti. Skiptu um vatn í búrunum 1-2 í viku - 35-60 %.
Taktu öll seiði sem að vaxa hægt og öll seiði sem að eru ekki með rétta formið og hentu þeim eða settu í eitthvað annað búr þar sem að þú getur alið þau upp og séð hvað verður úr þeim.
Eftir um tvo mánuði áttu að hafa fiskana í stærra búri c.a. 40 lítra og ekki hafa fleiri en 12-15 fiska í hverju 40 lítra búri. Hafðu kalla og nokkrar kellur saman í hverju búri.
Eftir um þrjá mánuði getur þú svo valið fiska sem að þú heldur áfram að rækta undan.
Einfaldar reglur til þess að fara eftir eru:•
Góður ræktunarstofn til þess að byrja með
• Artemía sem fóður
• Gæða fínmalað fiskafóður
• Ör vatnaskipti
• Losa sig við “lélegu” fiskana
Ef þessu er fylgt ættir þú að geta ræktað flotta show guppy.....
Vonandi hjálpar þetta einhverju þarna úti sem að er að fikra sig áfram í guppyrækt...
Þetta er í raun kallað show guppy þar sem að erlendis eru haldnar sýningar og keppnir í guppyrækt....og þangað komast bara fallegustu og bestu fiskarnir....og hljóta þaðan nafnið SHOW GUPPY.
Last edited by forsetinn on 21 Mar 2007, 21:26, edited 1 time in total.
Ákvað að setja inn hérna eina mynd af Show Guppy...eins og þið sjáið þá eru þessir fiskar sem eru stórum keppnisræktanda frá USA Luke Roebuck - reyndar aðilinn sem ég fæ mína fiska frá - þetta er mun flottari guppy en við eigum að venjast að sjá í gæludýrabúðum.....það er ögrun og gaman að ná svona fiskum upp í sinni ræktun....ekki magnræktun heldur gæði..
gúbbíkellingar að fara gjóta
hvað geri ég svo. Ég er með 2x 18l búr sem að ég á og 2x litlar dælur sem dæla 300 l/klst sem eru ég hef ekki notað í langan tíma en samt sem áður hreint. hvað þarf ég að varast og hvað ætti ég að taka mikið vatn úr búrinu sem þær eru í (til að halda sama vatninu, eða ætti ég að setja nýtt vatn hjá henni.
Ef að þetta tekst þá gætu hjólin farið að snúast hjá mér. ég hef nefnilega ekki gert þetta áður. mig langar að gera þetta rétt. ég held nefnilega að það gæti komið nokkuð áhuga verð seiði útúr þeim.
þetta eru semsagt 2 kellingar sem eru orðnar MJÖG feitar og önnur er mjög svört við götraufina. Ég ætla að gera þetta núna á eftir þannig að það væri gott ef einhver gæti haldið ró minni og sagt mér hvað ég geri næst.
Ef að þetta tekst þá gætu hjólin farið að snúast hjá mér. ég hef nefnilega ekki gert þetta áður. mig langar að gera þetta rétt. ég held nefnilega að það gæti komið nokkuð áhuga verð seiði útúr þeim.
þetta eru semsagt 2 kellingar sem eru orðnar MJÖG feitar og önnur er mjög svört við götraufina. Ég ætla að gera þetta núna á eftir þannig að það væri gott ef einhver gæti haldið ró minni og sagt mér hvað ég geri næst.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni