Vikusprettan

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Vikusprettan

Post by Hrafnkell »

Image
30. ágúst 2008

Image
5. sept 2008

Estimative Index næringargjöf og CO2 úr heimabruggi.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Váá! :shock:
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Djöf..... vantar mig svona túrbósprettu í mitt búr.
En þar sem maður er alveg próflaus á svona brugg þá gerist allt hægt.
*öfund*

Hrikalega flott hjá þér.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Gerir CO2 systemið muninn?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Lagleg spretta og fallegt búr.
Hvað grisjar þú gróðurinn með löngu millibili ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ekki slæm spretta þetta, kannski ég fái þig til að sjá um peningatréð mitt :D
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Já maður þarf greinilega að fá þig í heimsókn :D
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Síkliðan wrote:Gerir CO2 systemið muninn?
CO2 já, ásamt töluverðri lýsingu (3x18W T8 flúrljós + 1x 24W T5HO flúrljós) og töluverðri næringargjöf bæði Nitrat/Fosfat/Kalium og snefilefni s.s. járn.

CO2 eitt og sér myndi ekki ná fram þessum vexti.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Vargur wrote: Hvað grisjar þú gróðurinn með löngu millibili ?
Grisja gróðurinn vikulega, mismikið eftir tegundum.

L. Sessiliflora (löngu stönglarnir með klappstýru brúskunum) þarf að vera harðastur við. Rífa hana verulega niður í hverri viku því á föstudögum er vatnsflæðið í búrinu orðið verulega takmarkað af hennar völdum. Stefni jafnvel á næstu helgi að "uppræta" hana og setja niður valda afleggjara aftur. Plantan er orðin svo flækt og ræturnar sem svamla um í vatninu svo miklar að það er að verða ljótt.

H. Polysperma (stöngulplanta með laufum hægrameginn) þarf að klípa af þá stilki sem eru komnir upp í vatnsyfirborð.

Vallisnera (löng grös) er ekki tekin vikulega nema snyrt skemmdir endar og hliðarskot sem eru að fara á staði þar sem ég vil ekki hafa hana.

Anubias plantan er svo hægvaxat að ég læt hana vera vikum/mánuðum saman. Þarf að fara að skera hana niður þar sem elstu blöðin eru orðin ljót af blá-grænum þörungi (GSA).

Rosefolian (rauða/bleika) er ekki almennilega búin að ná sér á strik í þessu búri svo ég tek bara skemmd blöð.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Hvað er þetta stórt búr hjá þér ?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

jeg wrote:Hvað er þetta stórt búr hjá þér ?
125L skv. framleiðanda sem er Juwel.
Þetta er Juwel Rio 125 búr.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Flott búrið hjá þér! Ég losaði mig við sessifoliuna eftir að hafa verið með hana í ca. mánuð, gafst upp á að klippa hana niður, Það er alveg fáránlegt hvað þessi planta vex hratt. En mæli hiklaust með henni við þá sem eru í þörungavandræðum.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Hvernig næringu ertu að nota Hrafnkell?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

gudrungd wrote:Hvernig næringu ertu að nota Hrafnkell?
Plantex CSM+B fyrir snefilefni (járn og annað, e. micro nutrients).

KN03 og KH2PO4 fyrir áburð/byggingarefni (e. macro nutrients). Þetta er sambærilegt við blákorn.

GH booster til að byggja upp hörku vatnsins (til að fá Magnesíum og Kalsíum).

Þessi efni kaupi ég í duftformi frá http://www.aquariumfertilizer.com/

Ég bý til mína eigin lausnir af þessu í vatn og geymi í flöskum sem ég skammta daglega úr skv. Estimative Index aðferðinni.

Ég á trúlega 10 ára birgðir af duftinu :)
Post Reply