Ljós

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Ljós

Post by ulli »

er svona að pæla hvað er mælt með mikklu ljósmagni í gráðurbúr með plöntum sem eru mjög ljósfrekar,veit að í kóralbúrum er talað um 1-2w á líter.

mér neblega áskotnuðust 2 600w gróður kastarar og ég er með 800lt búr
:?:
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

uplisingar um perunnar.

MASTER SON-T PIA Green
Power
Green Power lamps are ideal for assimilation lighting.They promote CO2 assimilation for better photosynthesis and growth of plants.
MASTER SON-T PIA Green Power means
- improved growth light
- highest efficacy
- improved lumen maintenance
MASTER SON-T PIA Green Power lamps have the highest amount of growth light per Watt (PAR).The increased pressure in the Green Power lamps increases the luminous efficacy to close to 150 lumen per Watt. It is the most efficient SON lamp with the best light-technical performance resulting in the lowest energy use. In assimilation lighting a constant light level is very important.The Green Power lamps have an excellent lumen maintenance during the service life of the lamp.

MASTER SON-T PIA Green
Power 600W 400V system For new installations a new system has been developed consisting of a specially designed lamp, ballast and ignitor, suitable for phase/phase connection to the mains. Additional to the above mentioned Green Power benefits the benefit of the 400V system is that the lighting installation needs no neutral connector and there is virtualluy no distortion of the mains by 3rd harmonics.The 600W 400V system has an improved spectrum by which a higher amount of growthlight is generated.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það er mjög teygjanlegt hvar er hægt að kalla nógu mikla lýsingu fyrir gróðurbúr.
Það getur þurft mgöf mikla lýsingu fyrir rauðleitar plöntur með fíngerðum blöðum.
En fyrir svona flestar plöntur ætti að vera nóg að hafa um 0,75 w/l
þetta hlutfall breytist reyndar með stærri búrum og er aðallega hugsað fyrir T8 perur. Fyrir stærri búr ætti að vera meira en nóg að vera með 0,5 w/l

Eru þetta annars MH kastarar sem þú fékkst?
Ef þetta eru MH kastarar, þá er þetta meira en nægileg lýsing, bara spurning hvort þú náir að dreifa birtunni úr 2 kösturum nægilega jafnt yfir 800 lítra búr. Hver eru annars málin á búrinu?
Held að það væri góð hugmynd að hafa kastarana ekki of nálægt vatninu ef þú mundir setja þetta upp.

Ef þú setur þetta upp sem gróðurbúr með þessari lýsingu, þá er mjög mikilvægt fyrir þig að vera með gott co2 flæði, og svona heimabrugg-system kæmi alls ekki til greina. Þyrftir kolsýru í kúti og ekki lítið af henni. Eftir því sem þú ert með meira ljós, þá þarftu meiri kolsýru til að halda búrinu þörungalausu, og þá þarftu mikla næringu.
Svona mikil lýsing getur því verið mjög erfið fyrir byrjanda í gróðurbúrum.

Ljósin eru í raun sá þáttur sem stjórnar því hvernig þú þarft að haga kolsýru og næringarmálum. Þetta er talsvert mikil lýsing, og því mundi allt fara í fokk ef þú værir með ónóga næringu eða kolsýru. Góður árangur í gróðurbúrum næst með því að halda réttu jafnvægi á milli þessara þátta, eftir því sem lýsingin er meiri, þá verður erfiðara að finna þetta jefnvægi. Og til að halda jafnvæginu, þá þyrftir þú að vera með MIKIÐ af plöntum í búrinu.

Ég mundi því mæla með því að þú mundir kynna þér málin vel áður en þú ferð í að setja búrið upp sem gróðurbús með þessari lýsingu.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

þetta eru gróðurhusa kastarar sem eru sirka 89000 lumen hvor og 2000 kelwin.
þeir munu vera sirka 50cm frá yfirborðinnu.þetta er kanski of mikið :s
væri fínt í saltið :P
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Litur ljóssins er mjöög gulur ef þetta er 2000 kelvin. Trúlega myndi gróður vaxa vel í ljósinu en það væri frekar leiðinlegt að horfa á hann, trúlega eins og að horfa á gróður í gróðurhúsi :)

Ég er lítill saltari, en held að það þurfi miklu hærri litahita (kelvin) fyrir saltbúr, 6-8000 Kelvin.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

litarhitin skyftir ekki miklu máli.kelvin mælingarnar eru því hærri því blárri birta,neðar og þú ert komin í rautt.best er að vera með frá 9000-20000+ kelvin þá nýtur þú litrófs kóralanna best.ég myndi bara bætta ínni
moon light fluorperum til að fá bláa litinn.hefuru séð kóral búr sem er bara með moon light kveikt á?það er rosalegt.

já en þessar perur eru hannaðar fyrir gróður vöxt.þessvegna var ég að spá í með gróðurbúr.en ég er ekki til í að fara að sulla með co2.svo ég held ég biði bara og sjáfi hversu leingi ég get haldið mér úr saltinnu.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Litahitinn skiptir máli fyrir augað

Mæli með því að henda þessum perum og setja 14000K peru í þá
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

ulli wrote:ég myndi bara bætta ínni moon light fluorperum til að fá bláa litinn.
Það væri reynandi að gera það. Það er þó líklegt að það þurfi ansi margar flúrperur til að keppa við ljósmagnið frá þessum kösturum.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Squinchy wrote:Litahitinn skiptir máli fyrir augað

Mæli með því að henda þessum perum og setja 14000K peru í þá
ef þú veist um 600-750w 10000 kelvina perur í þetta láttu mig vita.þetta eru ekki mh kastarar heldur.er búin að steingleyma hvað perunnar heita.....
eithvað high pressure.gæti verið high pressure sodium eða high pressure waopor lights..þetta er sama dótið og er yfir gróður stöllunum í fiskó og Dýrastarikinnu.bara 12 sinnum öflugara
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

High pressure sodium og high pressure mercury vapor kemur til greina.
Báðar tegundirnar eru notaðar í ljósastaura og gróðurhús.

Sodium (natrium) ljósin eru þessi appelsínugulu og mercury (kvikasilfur) ljósin þessi bláleitu.

Spektrið úr þeim er trúlega bara stakir litir, verður aldrei fallegt fyrir augað en gífurlega öflug lýsing.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Jæja hefur eithver áhuga á svona ljósum?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Post Reply