Vikusprettan
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Vikusprettan
30. ágúst 2008
5. sept 2008
Estimative Index næringargjöf og CO2 úr heimabruggi.
Grisja gróðurinn vikulega, mismikið eftir tegundum.Vargur wrote: Hvað grisjar þú gróðurinn með löngu millibili ?
L. Sessiliflora (löngu stönglarnir með klappstýru brúskunum) þarf að vera harðastur við. Rífa hana verulega niður í hverri viku því á föstudögum er vatnsflæðið í búrinu orðið verulega takmarkað af hennar völdum. Stefni jafnvel á næstu helgi að "uppræta" hana og setja niður valda afleggjara aftur. Plantan er orðin svo flækt og ræturnar sem svamla um í vatninu svo miklar að það er að verða ljótt.
H. Polysperma (stöngulplanta með laufum hægrameginn) þarf að klípa af þá stilki sem eru komnir upp í vatnsyfirborð.
Vallisnera (löng grös) er ekki tekin vikulega nema snyrt skemmdir endar og hliðarskot sem eru að fara á staði þar sem ég vil ekki hafa hana.
Anubias plantan er svo hægvaxat að ég læt hana vera vikum/mánuðum saman. Þarf að fara að skera hana niður þar sem elstu blöðin eru orðin ljót af blá-grænum þörungi (GSA).
Rosefolian (rauða/bleika) er ekki almennilega búin að ná sér á strik í þessu búri svo ég tek bara skemmd blöð.
125L skv. framleiðanda sem er Juwel.jeg wrote:Hvað er þetta stórt búr hjá þér ?
Þetta er Juwel Rio 125 búr.
Plantex CSM+B fyrir snefilefni (járn og annað, e. micro nutrients).gudrungd wrote:Hvernig næringu ertu að nota Hrafnkell?
KN03 og KH2PO4 fyrir áburð/byggingarefni (e. macro nutrients). Þetta er sambærilegt við blákorn.
GH booster til að byggja upp hörku vatnsins (til að fá Magnesíum og Kalsíum).
Þessi efni kaupi ég í duftformi frá http://www.aquariumfertilizer.com/
Ég bý til mína eigin lausnir af þessu í vatn og geymi í flöskum sem ég skammta daglega úr skv. Estimative Index aðferðinni.
Ég á trúlega 10 ára birgðir af duftinu