Stórir fiskar í 300L?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Stórir fiskar í 300L?

Post by Karen »

Jæja ég er vonandi að fara að stækka við mig úr 110L og vonandi uppí 300-400L búr, og það verður svolítill munur verð ég að segja :wink:

En já, mig langaði að forvitnast fyrir fram hvaða fiskar gætu passað saman í svona búr :)

Hér er smá listi um fiska sem mig langar í:

Oscar
Rope Fish
Polypterus
Gibbi
Black Ghost
Paroon Shark
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég myndi annaðhvort hafa óskara eða svona bland í poka, og ég er hrifnari af blandinu :)
Rope Fish
Polypterus
Gibbi
Black Ghost

geta allir verið saman og passa fint í 3-400L búr.

Að sleppa Paroon væri líka gott move.
-Andri
695-4495

Image
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

:klappa: Þúsund þakkir Andri :wink:
Gaman að heyra að nær allir á listanum passi saman :)
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ein spurning... gæti ég verið með tvær litlar Ancistrur með þessum fiskum?
Jafnvel fleiri?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það fer eftir þvi hvort það séu felustaðir fyrir ancistrurnar. óskaranir eru snjallir í að láta litla fiska hverfa, ef þeir passa upp í kjaftinn á þeim. ég er ekki viss með hina fiskana, andri kannski svarar því :roll:

myndi láta þær ofaní búrið eftir að þú slekkur ljósin, þá eiga þær meiri séns í að komast óséðar niðrá botn og til að fela sig.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ég ætla ekki að fá mér Oscar :wink:

Ætla að fá alla nema Paroon og Oscar :-)

En já það væri nú kannski sniðugt að slökkva bara ljósin þá :roll:
En guð hvað mig hlakkar til að fá mér stórt búr, þá verð ég loksins með þessa "fullorðins" fiska :wink:
Last edited by Karen on 08 Sep 2008, 17:10, edited 1 time in total.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Kannski, kannski ekki... Ég hef einu sinni prófað (stóra) ancistru með polypterus og hún fór að leggjast á þá og éta á þeim slímhúðina, sem getur leitt til sýkingar og vesens.
Sumar sugur gera þetta bara, sumar ekki.
Ég hef haft plegga í búrinu og þeir gera þetta ekki.
Hinsvegar eru polypterusarnir mínir mjög hrifnir af því að reyna að éta pleggana, 2 hafa verið drepnir og ég hef bjargað 2 tættum úr búrinu sem var verið að bögga.
Það voru reyndar bara báðir Ornatipinnis sem voru að ráðast á pleggana en ekki aðrar polypterus tegundir.

Annars er ekkert að því að prófa, bara passa að ancisturnar séu ekki of litlar til að komast uppí hina.
-Andri
695-4495

Image
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Þær eru reyndar ekki nema ca. 6cm núna.
En þá er bara spurning um að láta þær líka :roll: en ekki strax samt :wink:ætla að bíða eftir að þær hrygni.
Eða þá að fá sé bara lítið sugubúr :-)
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég myndi setja td Jack Dempsey, Green Texas, Salvini saman í blandað búr. Virkilega skemmtilegir og fallegir fiskar.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ein spurning.

Er hægt að hafa Óskar og Black Ghost saman?
Þessir eru efst á listanum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Óskarinn étur ghost á endanum.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Æj bömmer :?

Þá held ég mig við blönduna :-)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Fer bara eftir því hvort BG hafi felustaði

Ég er búinn að vera með mína 2 óskara með Kribbum síðan þeir voru 6cm þeir eru 28 - 30cm núna í 600 Lítrabúri og láta kribbana alveg vera, er með 3 - 4 pör í búrinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply